Þingmaður höfðar meiðyrðamál gegn fyrrum heilbrigðsráðherra Bretlands

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem rekinn var fyrir fullt og allt úr breska Íhaldsflokknum fyrir skömmu, hefur stefnt fyrrum heilbrigðisráðherra Breta Matt Hancock, fyrir meiðyrði.

Fyrr á þessu ári lýsti Hancock Bridgen sem „viðbjóðslegum og hættulegum“ manni sem væri að breiða út gyðingahatur. „Ég tel að þetta hafi verið til að koma í veg fyrir að ég spyrji spurninga um öryggi og verkun Covid bóluefna fyrir hönd kjósenda minna og annarra sem hafa orðið fyrir aukaverkunum af bóluefnunum og Covid stefnum að öðru leyti,“ sagði Bridgen.

„Vinni ég málið og mér úrskurðaðar skaðabætur mun ég gefa alla fjárhæðina til þeirra sem glíma við alvarlegan skaða af Covid bóluefnunum og áframhaldandi baráttu þeirra fyrir viðurkenningu [yfirvalda] og lækningu,“ sagði Bridgen.

Orðin sem Bridgen lét falla á Twitter og leiddu til þessi að Hancock ásakaði hann um gyðinghatur voru þessi:

„Eins og einn sérfræðingur í hjartalækningum sagði við mig, þetta [Covid bóluefnin] er stærsti glæpur frá því að helförin átti sér stað.“

Fréttin.is hitti Andrew Bridgen á ráðstefnu í Stavanger í Noregi í síðasta mánuði, þar sem hann var einn af ræðumönnum, og náði spjalli við hann sem má lesa og heyra hér.

Skildu eftir skilaboð