New York setur þak á neyslu rauðs kjöts í nafni loftslagshlýnunar

ThordisErlent, LoftslagsmálLeave a Comment

New York borg mun byrja að fylgjast með kolefnisspori í tengslum við matvælainnkaup heimilanna og setja þak á hversu mikið af rauðu kjöti má bera fram hjá opinberum stofnunum í borginni. Aðgerðin er hluti af víðtæku átaki til að ná 33% minnkun á kolefnislosun frá matvælum fyrir árið 2030.

Borgarstjórinn Eric Adams og fulltrúar matvæla-og loftslagsmála á skrifstofu borgarstjórans tilkynntu um aðgerðirnar í síðasta mánuði í matreiðslumiðstöð í Brooklyn sem rekin er af heilbrigðisyfirvöldum í borginni.

Á viðburðinum deildu fulltrúar frá skrifstofu borgarstjórans nýrri töflu í tengslum við opinbert eftirlit með kolefnisspori sem skapast í kringum matarneyslu heimilanna, fyrst og fremst með framleiðslu á kjöt- og mjólkurvörum, segir á miðlinum The Gothamist.

Borgin hafði þegar gefið út losunargögn yfir orkuneyslu, samgöngur og sorp, sem var hluti af árlegri úttekt. Viðbótargögn um matvælainnkaup heimilanna er hluti af samstarfi sem London og New York hófu með fyrirtækjunum American Express, C40 Cities og EcoData rannsóknarstofunni.

Þetta tilkynnti Rohit Aggarwala, embættismaður hjá umhverfisverndarráðuneyti New York borgar  á viðburðinum.

Skildu eftir skilaboð