Rekum smiðshöggið á gerð veirubanans

frettinInnlent, VísindiLeave a Comment

Eftir Þor­geir Eyj­ólfs­son eftirlaunaþega:

... að hvetja aðila til þess að þráður­inn verði tek­inn upp að nýju. Aðrar aðstæður ríkja í dag en þegar lof­orðið um styrk­inn var dregið til baka.

Áhrif sjáv­ar­fangs á heil­brigði eru vel þekkt og að mestu rak­in til ómega-3 fjöló­mettuðu fitu­sýr­anna. Þar sem lík­am­inn get­ur ekki fram­leitt

Þorgeir Eyjólfsson

ómega-3-fitu­sýr­ur er neysla lýs­is og fisk­met­is ein besta leiðin til að sjá lík­am­an­um fyr­ir ómega-3. Snemma á síðustu öld voru heilsu­sam­leg áhrif D-víta­míns upp­götvuð. Þar sem þorska­lýsi er ein helsta nátt­úru­lega upp­spretta D-víta­míns varð það fljótt vin­sælt hrá­efni til fram­leiðslu víta­míns­ins. Það var því áhuga­vert að lesa í ViðskiptaMogg­an­um hinn 18.3. 2020, dag­inn áður en öll­um var gert skylt að fara í tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins, eft­ir­far­andi und­ir fyr­ir­sögn­inni „Þróa veiru­hamlandi efni úr lýsi“. Í frétt­inni var greint frá því að „Lýsi hf. sé ásamt teymi lækna og vís­inda­manna að vinna að þróun og fram­leiðslu á vöru sem hugs­an­lega gæti lagt lóð á vog­ar­skál­arn­ar í bar­átt­unni gegn veiru­smiti með fyr­ir­byggj­andi hætti“.

Ítar­legri frétt um þróun efn­is­ins mátti lesa í Fiskifrétt­um Viðskipta­blaðsins 28.11. 2020 þar sem greint var frá því að hóp­ur vís­inda­manna, und­ir for­ystu Ein­ars Stef­áns­son­ar, pró­fess­ors í lækn­is­fræði við Há­skóla Íslands, hefði sýnt fram á að magn SARS-CoV-2, kór­ónu­veirunn­ar sem veld­ur Covid-19, í frumu­rækt minnkaði um 99,9% við út­setn­ingu fyr­ir lýsi með 1% og 2% magni frírra fitu­sýra. Rann­sókn­in var gerð með banda­rísk­um sam­starfsaðilum. Haft var eft­ir Ein­ari í frétt­inni að „Hall­dór Þorm­ar, pró­fess­or emer­it­us við Há­skóla Íslands, hafi hafið rann­sókn­ir á fitu­sýr­um fyr­ir 30 árum og sýnt fram á að þess­ar fitu­sýr­ur eyðileggi hjúpaðar veir­ur. Það eru veir­ur sem eru með fitu­himnu­hjúp í kring­um sig, til dæm­is herpesveir­ur, RS-veir­ur og kór­ónu­veir­ur.“ Fram kom hjá Ein­ari að hóp­ur­inn hefði fengið samþykki vís­indasiðanefnd­ar fyr­ir rann­sókn á áhrif­um þessa efn­is á menn. Fyrsti fasi rann­sókn­ar­inn­ar væri að hefjast með þátt­töku 30 sýktra ein­stak­linga. Þeim yrði gefið lýsi á Land­spít­al­an­um með hærra hlut­falli frírra fitu­sýra.

Í Fiskifrétt­um Vb 7.1.2022 er aft­ur greint frá þróun vör­unn­ar, sem Ein­ar tel­ur rétt að flokka sem lækn­inga­tæki sem verði hluti af sótt­vörn­um frem­ur en lyf. Í millifyr­ir­sögn í frétt­inni kem­ur fram að styrk­ur til þró­un­ar vör­unn­ar hafi verið dreg­inn til baka. Á vef­miðlin­um Frétt­in (frett­in.is) 7.6. 2022 er greint frá aft­ur­köll­un Rannís á styrk til rann­sókn­ar á virkni lýs­is við Covid-19. Rannís hafði samþykkt „mynd­ar­leg­an styrk til rann­sókn­ar­inn­ar“ að sögn Ein­ars sem stofn­un­in dró síðan til baka án út­skýr­inga. Ein­ar bætti því við að svo virt­ist sem „ekki hafi verið næg­ur stuðning­ur vís­inda­sam­fé­lags­ins við vís­inda­rann­sókn­ina um virkni hins ís­lenska lýs­is og því miður þurfti að hætta við verk­efnið“.

Til­gang­ur þess­ar­ar grein­ar er ekki að velta vöng­um yfir sinna­skipt­um stjórn­ar Rannís um styrk­veit­ingu til rann­sókn­ar­inn­ar. Hins veg­ar að hvetja Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra til að hafa for­göngu um að þráður­inn verði tek­inn upp að nýju milli frum­kvöðlanna og Rannís. Aðrar aðstæður ríkja í dag en þegar lof­orðið um styrk­inn var dregið til baka. Bólu­efn­in sem þá voru í fram­leiðslu og mikl­ar von­ir voru bundn­ar við hafa sýnt sig að vera gagns­laus til varn­ar smiti. Kór­ónu­veir­an og aðrar slík­ar eru því miður komn­ar til að vera.

Ísland get­ur lagt lóð á vog­ar­skál­ar til varn­ar eyðilegg­ing­ar­mætti veirunn­ar með því að styðja við bakið á inn­lend­um frum­kvöðlum við þróun á tæki sem góðar von­ir eru um að gagn­ist í bar­átt­unni við veiruna.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. maí 2023 og birt hér með leyfi höfundar.

Skildu eftir skilaboð