Leikarinn Ray Stevenson lést skyndilega við tökur á Ítalíu – engin dánarorsök gefin

frettinErlentLeave a Comment

Írski leikarinn, Ray Stevenson, sem lék í myndunum Punisher: War Zone, King Arthur, Thor og t.d. þáttunum Rome og þáttaröðinni Ahsoka  sem er væntanleg,“ lést skyndilega sl. sunnudag á Ítalíu 58 ára að aldri. Engin dánarorsök hefur verið gefin upp.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að leikarinn hafi veikst og látist skyndilega á ítölsku eyjunni Ischia þar sem hann var við tökur á kvikmynd. Miðillinn Italy 24 segir að um hjartaáfall hafi verið að ræða.

Skildu eftir skilaboð