Aðildarríki WHO samþykktu 20% hækkun á framlögum

frettinErlentLeave a Comment

Aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) samþykktu þann 22. maí fjárhagsáætlun WHO fyrir árin 2024-2025, sem felur í sér 20% hækkun á framlögum aðildarríkja.

Eftir þessa ákvörun á 76. Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf, sem fer fram dagana 21.-30. maí, verður alþjóðleg fjárhagsáætlun WHO 6.834,2 milljónir Bandaríkjadala, þar af mun Ameríkusvæðið fá 313,7 milljónir Bandaríkjadala, sem er 1,2% aukning frá 2022- 2023.

Framkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, þakkaði aðildarríkjunum traustið á WHO sem þessi hækkun framlaga endurspeglar og ítrekaði skuldbindingu sína til að auka gagnsæi, ábyrgð og skilvirkni.

Tedros benti á að þetta væri í fyrsta skipti í 75 ára sögu stofnunarinnar sem jafn mikil hækkun á framlögum hefur verið samþykkt.

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu voru framlög Íslands til WHO 18,8 milljónir á þessu ári og munu því hækka um 3,8 milljónir miðað við samþykktina.

Skildu eftir skilaboð