Transkona fær ekki að sitja í dönsku kvennafangelsi

frettinErlent, Transmál2 Comments

Nýlega úrskurðaði dómstóll í Danmörku að transkona (einstaklingur í karlmannslíkama sem skilgreinir sig sem kvenmann) fái ekki að flytjast úr fangelsi fyrir karlmenn í fangelsi fyrir kvenmenn. Viðkomandi einstaklingur, sem er 62 ára í dag, breytti fyrir 8 árum kynskráningu sinni úr karlmanni í kvenmann og óskaði í kjölfarið eftir að fá að flytjast í kvennafangelsi. Hefur þeirri beiðni nú verið hafnað af dómstólum eftir langt kæruferli.

Rök viðkomandi eru mikið áreiti frá öðrum föngum og ítrekuð boð um að stunda kynlíf með þeim. Hafa fangelsisyfirvöld á móti bent viðkomandi á að klæða sig ekki eins og kvenmaður. Einnig hefur verið bent á að viðkomandi hafi, fyrir breytta kynskráningu, fengið dóma fyrir ofbeldisverk og gert tilraun til nauðgunar og að þrátt fyrir lágt hlutfall testósteróns þá sé ekki hægt að útiloka að slíkt komi fyrir aftur.

Hefur viðkomandi hafnað því að láta leita á sér allsberum af karlmönnum og gefa þvagsýni eins og aðrir fangar. Hefur þessum kröfum einnig verið hafnað, fyrst og fremst af öryggisástæðum, og einnig bent á að þrátt fyrir breytta kynskráningu viðkomandi þá sé líkaminn ennþá að öllu leyti líkami karlmanns.

Kvenkynsfangar í Danmörku geta því varpað öndinni léttar að fá ekki nauðgara með líffæri karlmanns í raðir sínar.

2 Comments on “Transkona fær ekki að sitja í dönsku kvennafangelsi”

  1. Jahérna, maður er bara ekki vanur svona stórum skammti af skynsemi á einu bretti lengur.

  2. Þú ert það sem þú fæðist, það er bara þannig, ekkert skrítið við þetta, rétt hjá dananum!

Skildu eftir skilaboð