Er flokkun úrgangs sýndarmennska?

frettinInnlent, Umhverfismál3 Comments

„Fjölmargir Íslendingar hafa fyrir löngu vanið sig á að flokka ruslið sitt, í þeirri trú að með því væru þeir að leggja sitt af mörkum til að leysa þau vandamál sem óhófleg neysla hefur skapað fyrir vistkerfi jarðar. Ýmis sveitarfélög hafa auk þess fyrir löngu síðan gert ráð fyrir slíkri flokkun í sorphirðu sinni.“ Fernurnar er þó ekki endurnýttar eins og haldið hefur verið fram, heldur eru þær fluttar úr landi og brenndar í sementsverksmiðju á meg­in­landi Evr­ópu. Þetta kemur fram í rannsókn Bjartmar Odds Þeys Alexanderssonar, á Heimildinni í dag. 

Í umfjölluninni segir að á meðal athafna sem margir kannast við að framkvæma, er að þrífa og brjóta saman fernur utan um mjólkurvörur eða djús af ýmsum toga. Þessum fernum er svo komið fyrir í pappatunnu, sem er svo tæmd í pappagám. Þetta er gert í þeirri trú að allt sem í þessar tunnur og gáma rati verði endurunnið. Samkvæmt endurvinnslutölfræði Íslands enda allar fernur sem safnast hér, og sendast til endurvinnslu, endurunnar. Úrvinnslusjóður, opinber sjóður sem sér um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds, hefur þess utan greitt íslensku endurvinnslufyrirtækjunum Sorpu, Terra og Íslenska gámafélaginu fjármuni fyrir að hafa sent fernurnar í það ferli.

Heiðar Gunnarsson birti svo athyglisvert myndband á TikTok sem vakið hefur upp spurningar.

Í myndbandinu má sjá hvar ruslabíll er að tæma tunnur og það sem vekur athygli er að bæði svarta tunnan og þær bláu eru tæmdar í sama hólfið. En eins og flestir vita er bláa tunnan fyrir pappír, og sú svarta fyrir almennt sorp, sem ekki er ætlað að blandast með pappírnum.

Ýmsir hafa vakið athygli á myndbandinu sem tekið upp var í Kópavogi, en bærinn hefur nýlega hert reglur í flokkunarmálum og er sem stendur verið að bæta við flokkunartunnum við heimili í Kópavogi og er íbúum ætlað að flokka ruslið sitt í plast, pappír, lífrænan úrgang og svo almennt sorp.

Innleiðing á nýja kerfinu hófst 22. maí og mun því ljúka í júlí, en breytingarnar byggja á lögum um meðhöndlum úrgangs sem samþykkt voru á Alþingi í júlí árið 2021 og gera það skylt að safna við öll heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, pappír og pappa.

Mjólkufernuumbúðir

Það er Íslenska gámafélagið sem sér um að hirða sorp frá heimilum í Kópavogi.

Hér til hliðar er svo hægt að sjá merkingar á mjólkurfernu, þar sem kemur fram að fernurnar séu unnar úr endurnýjanlegum hráefnum, og farið fram á að fernunni sé skilað í pappírsgám eða tunnu og tappinn megi fylgja með, því hann sé einnig unnin úr endurnýjanlegu hráefni.

Eins og áður segir, eru fernurnar brenndar á meginlandi Evrópu, og því ekki endurnýttar eins og gefið er í skyn á umbúðum.

Myndbandið má sjá hér neðar:

3 Comments on “Er flokkun úrgangs sýndarmennska?”

  1. Að mínu mati er flokkun úrgangs sýndarmennska, sem einhver græðir feitt á..Kannski hef ég rángt fyrir mér ,en einhverveigin læðist að mér efasendir..

  2. Þetta er til þess að auka á regluverk, skyldur og á endanum eykst kostnaður og blablabla … Ég meina þeir hafa fengið Íslendinga til að skola úr mjólkurfernum og skyrdollum áður en það er sett í sérstök ílát. Ég er sammála Þuríður held að þetta sé partur af einhverju stærra agenda. Stundum er erfitt að benda á það fyrr en seinna en þegar það gerist þá eigum við eftir að segja.. Aha auðvitað.

  3. Eitthvað segir mér að þeir brenna þessu til að framleiða rafmagn. Rafmagn er, jú sú orka sem nýtist best til að fjötra fólk í vistarbönd. Það er orkugjafi sem er auðvelt að klippa á, ef þú ert ekki “þægur kommúnisti”.

Skildu eftir skilaboð