Fylgdarlausu „börnin“ 105

frettinJón Magnússon, Pistlar1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Barna- og fjölskyldustofa auglýsti í gær eftir vistforeldrum fyrir 105 „fylgdarlaus börn á flótta“. Meginhluti „barnanna“ eru að sjálfsögðu strákar sumir fúlskeggjaðir, en "góða fólkið" hefur komið í veg fyrir að kanna megi aldur „flóttabarnanna“ með einfaldri læknisskoðun. 

„Börnin“ koma frá Sómalíu,Palestínu,Afganistan, Venesúela og Úkraínu. Hvernig komust þau til Íslands?

Við venjulega fólkið þurfum að sýna passa fyrir brottför með flugi, en fylgdarlausu börnin eru iðulega skilríkjalaus að eigin sögn. Hvernig komust þau þá hingað? Sýnir þetta ekki hversu nauðsynlegt er að gera alvöru breytingar á lögum sem varða hælisleitendur, farendur, ólöglega innflytjendur o.s.frv.

Ekki ætti að vera vandamál að finna vistforeldra. Ætla má að þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir og aðrir "no border" liðar á Alþingi taki að sér að vera vistforeldrar. Er ekki rétt að „góða fólkið“ taki höndum saman og leysi eigið vandamál sjálft.

Spennandi að sjá hvort hugur fylgir máli hjá „góða fólkinu“ eða hvort það telur að það sé allra annarra að leysa vandamálið sem það sjálft bjó til.

One Comment on “Fylgdarlausu „börnin“ 105”

  1. Tvískinnungurinn og lygar Nýkommúnista á sér engin takmörk og “Góða Fólkið” gott kaldhæðið hugtak yfir illskuna sem að baki leynist.

    Sannkallaðir úlfar í sauðargæru sem svífast einskis til að ofstækistrú sem þau aðhyllast verði þröngvað upp á alla aðra gegn viti og eða vilja. Já, og sama hvað það kostar.

Skildu eftir skilaboð