Skoðanir eru hættulegar

frettinJón Magnússon, Pistlar1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Skoðanir eru hættulegar. Sérstaklega ef þær eru ekki í samræmi við samhljóma kór meirihlutans. Þær skoðanir sem bera í sér hvað mesta hættu fyrir fólk á Vesturlöndum eru efasemdir um hamfarahlýnun af mannavöldum. Andstaða gegn því að skipta um þjóðir í löndum Evrópu, varnaðarorð gagnvart Íslam svo ekki sé talað um efasemdir varðandi aðgerðir stjórnvalda í Kóvíd og þöggun varðandi ofstopann og fasismann í því sambandi. 

Coutts bankinn í Englandi hefur rekið stjórnmálamann úr viðskiptum vegna skoðana hans, en á sama tíma er bankinn með einræðisherra, rússneska olicarcha, morðingja og nauðgara í viðskiptum.

Skoðanir eru greinilega hættulegri en glæpir. 

En í sambandi við þetta allt saman, þá hefur komið í ljós, að þeir sem hafa afskipti af stjórnmálum eða þessvegna láta skoðanir í ljós eru á válista banka um allan hinn "frjálsa" heim. Lýðræðissinnar þurfa heldur betur að vera á verði gagnvart grímuklæddum fasisma "góða fólksins." 

One Comment on “Skoðanir eru hættulegar”

  1. ´Góða fólkið´ er varasamt, því þetta eru sama tegund af guðlausu og Marxísku hugsjónafólki sem réði ríkjum með járnhnefa í Kommúnistalöndum eins og Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, og gerir enn í Kína og víðar. Það vill núna leggja undir sig Bandaríkin, Evrópu og allan heiminn.

Skildu eftir skilaboð