Páll Vilhjálmsson skrifar:
Árás Japana á Perluhöfn 7. desember 1941 breytti gangi seinna stríðs. Bandaríkin hrukku í stríðsgír. Fjórum árum síðar blasti við ósigur Þjóðverja í Evrópu og Japana í Asíu. Árás Japana var úr launsátri og, séð í baksýnisspegli, gerð af sjálfsmorðshvöt. Bandaríkin máttu vita að keisarastjórnin í Tokyo bruggaði launráð.
Árás Hamas á Ísrael sl. laugardag, 7. október, var laumuspil sem enginn átti von á. Það er ráðandi frásögn. Kurlin eru ekki öll komin til grafar.
Íran er bakhjarl Hamas. Klerkastjórnin í Tehran er umhugað að vinahót Ísrael og Sádí-Arabíu verði ekki að bandalagi. Íranar og Sádar eru keppinautar um valdastöðu í miðausturlöndum. Kína er náinn bandamaður Íran og Rússar eiga í hernaðarsamvinnu við klerkastjórnina. Frá fornu fari eru Sádar skjólstæðiingar Bandaríkjanna þótt heldur hafi kólnað þar á milli.
Viðbrögð Rússa og Kínverja við árásinni á Ísrael eru á sömu lund, tveggja ríkja lausnin. Diplómatískt orðalag um að átökin megi gjarnan dragast á langinn.
Bandaríkin sjá fram á að Úkraína tapi stríðinu við Rússa. Eldglæringar milli Araba og Ísrael gera Úkraínustríðið lítilfjörlegra. Freistandi fyrir Bandaríkin er aðild að ísraelskum sigri. Ófarir í sléttustríðinu falla í skuggann.
Árás Hamas færir Netanjahú forsætisráðherra Ísrael tækifæri til endurnýjunar pólitískra lífdaga. Pólitísk kreppa er viðvarandi í Ísrael síðustu ár. Ekkert sameinar þjóðríki eins og stríð. Gott var á milli Netanjahú og Pútín til skamms tíma. Ísrael studdi ekki Úkraínu með vopnasendingum framan af en mun hafa fyrir þrýsting Bandaríkjanna útvegað Úkraínu skotfæri. Lítil kátína með það í Kreml.
Árásir úr launsátri, þær sem heppnast, t.d. á Perluhöfn, á tvíturnana 11. september 2001 og nú Hamas-árásin, eru rafstuð fyrir þann er fyrir verður. Bandaríkin lögðu upp í stríðsástök í Afganistan, Írak, Libýu og Sýrlandi eftir tvíturnaárásina.
Ísrael gæti, með stuðningi Bandaríkjanna, sett sér stærra markmið en að refsa Hamas. Íran gæti orðið beinn aðili að átökunum, t.d. eftir ísraelska árás.
2 Comments on “Perluhöfn og Hamas, pólitík launsáturs”
Auðvitað vissi Mossad af þessu og það var slökkt a iron dome og öllu þennan dag , business as usual
Ekki nóg með það Jón, 80% af þeim venjulega mannafla IDF sem eru venjulega á því svæði sem Hamas menn fóru um voru fluttir annað. Sjálfvirkar vélbyssur sem skjóta á allt sem hreyfist með hreyfiskynjörum voru óvirkar og IDF eru með urmull af hreyfiskynjörum á þessu svæði sem skynja umferð fólks eða dýra gáfu enga viðvörun. Þessar upplýsingar er maður að fá frá Ísraelum sjálfum sem voru áður í IDF. Fólk treystir ekki stjórnvöldum hvorki í Ísrael eða annarstaðar í heiminum. Þetta atvik er fólk að nefna 9/11 fyrir Ísraela – þetta þurfti að gerast.. þetta var leyft að gerast og nú fær Bíbí alla þá vorkun til að murrka lífið úr 2 milljónum þar af er 900k börn. Hvað annað gerðist þennan dag? Main Stream Media getur fókusað á ástandið á Gaza út árið og eitthvað fram á næsta ár. Við fáum engar frekari fréttir af Ukraníu / Hunter Biden málið gufaði upp / Landamæra fíaskó í USA er gleymt / Speaker drama á bandaríska þinginu er horfið / World wide immigration invasion er horfið líka … Tikk Tokk.