Svar við pistli Guðfinns Sigurvinssonar- alls engin upplýsingaóreiða

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Það er mörgum mikið í mun að réttlæta þetta efni sem gengur í skólunum þessa dagana. Ef þú samþykkir ekki þá ertu vondur, heimskur og kannt ekki að afla þér upplýsinga. Hér er allavega hvernig ég sé þetta sem foreldri barna á viðkvæmum aldri.

  1. Það er enginn á móti fræðslu. Þá er ég að meina almenna kynfræðslu, s.s. nota smokk, um kynsjúkdóma o.s.frv.
  2.  Á unglingastigi það er að segja. Ung börn eiga ekki að vita hvað þetta er.
  1. Það að vilja ekki að ung börn séu frædd um bdsm eða að þau séu mögulega hán, í röngum líkama o.s.frv. hefur ekkert að gera með hatur á trans eða hinsegin fólki. Ekki neitt. Þó svo að samtökin 78 hafi tekið þetta fræðsluhlutverk að sér. Ef það væru t.d. samtök jeppaeigenda sem væru að sjá um þetta mundi ég samt ekki hata jeppaeigendur. Það hins vegar rýrir traust til þeirra þegar þau eru ný búin að vera með formann sem hefur margsinnis verið uppvísa af því að reyna að lokka til sín börn, oft þroskaskert börn. Svoleiðis aumingjar mega svo sannarlega uppskera allt það hatur sem hegðun þeirra kallar á. Ég vona að fólk skilji muninn.
  1. Það eru ekki öll börn með óheftan aðgang að Internetinu. Aðeins ef foreldrar/foreldrar vina eða skólar eru ekki að standa sig, annars er nokkuð auðvelt að stjórna því. Ég tala af reynslu(4 barna faðir).
  1. Mínar skoðanir eru ekki byggðar á upplýsingaóreiðu, heldur minni lífssýn og tilfinningum gagnvart mínum sem og börnum almennt, þ.e. að þeim eigi að halda utan við allt svona þangað til í fyrsta lagi á unglingsárum og þá með efni sem getur verið sátt um í þjóðfélaginu að fari ekki yfir mörk þeirra.

Eitt að lokum. Að stelast til að horfa á eitthvað á Internetinu er einn hlutur. Að því sé haldið að þér af fullorðnu fólki sem þú treystir er allt annar og ljótari hlutur.

Pistil Guðfinns má lesa hér.

Pistillinn er á snjáldursíðu Þórðar Daníels Ólafssonar og bloggari fékk heimild til að birta hann hér.

Skildu eftir skilaboð