Samkvæmt kæru vill Álfur Birkir trans-konur inn í kvennfangelsi, íþróttir og einkasvæði kvenna

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Hinsegin málefni, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Eins og margir lesendur vita var bloggari kærður fyrir lýðræðislega umræðu á bloggsíðunni. Málefni tengt trans-málaflokknum móðgaði Álf Birki og skiptir þá engu hvaðan umfjöllunin kom. Það er dyggð að geta móðgast fyrir hönd margra. Skyldi það sama ekki eiga við um bloggara? Má hann móðgast fyrir hönd kvenna þegar karlmaður (og transaðgeðrasinnar) sem skilgreinir sig sem konu staðhæfir að hann sé kona? Það er hvorutveggja í senn særandi og móðgandi fyrir konur, því þessir aðilar eiga fátt sameiginlegt. Líffræði kynjanna er ólík.

Álfur Birkir tekur ekki upp hanskann fyrir stúlkur og konur. Honum virðist skítsama um þær og þeirra réttindi. Þegar hann leggst svo lágt að kæra setninguna „Í skjóli hugmyndafræðinnar má ýmislegt gera. Karlar gerast transkonur til að komast í kvennafangelsi, í kvenníþróttir og inn á einkasvæði kvenna.“ Ekki verður annað séð en að hin kærðu ummæli segi meira um álit Álfs Birkis á konum en margt annað. Mega konur ekki móðgast og mómæla innrás karlmanna á svæði og athafnir kvenna? Sama um lesbíur, þær eiga undir högg að sækja vegna innrásar karlmanna, hlustið hér.

Menn þurfa ekki að leita lengi til að sjá staðreyndir í þessari setningu. Landsréttur í Danaveldi sló því föstu að trans-kona er líffræðilega fæddur karlmaður og skal sitja í karlafangelsi. Umræddur fangi gerði sér upp kynskipti til að komst inn í kvennafangelsi. Til eru mörg dæmi sem verða ekki tíunduð hér.

Lesa má um sundkonuna Raily Gaines sem keppti við trans-konu með kynfæri karlmanns í sundi og hefur barist fyrir rétti kvenna í kvennaíþróttum. Karlmenn hafa unnið um 300 titlar í hinum ýmsu íþróttum í nafni trans stöðu sinnar.

Eva Hauksdóttir lögmaður setur spurningamerki við túlkun Reykjavíkurborgar á lögum um kynrænt sjálfræði þar sem stúlkur og konur verða að sætta sig við trans-konu með kynfæri karlmanns í einkarýmum. Það á ekki bara við hér á landi heldur í þeim löndum sem slík lög hafa verið staðfest á kostnað kvenna.

Það hryggir mig að Álfur Birkir sem segist berjast fyrir mannréttindum skuli gleyma helmingi mannskynsins í þeirri baráttu, konum. Barátta hans fyrir karlmenn sem skilgreina sig sem konur gengur svo langt að lögreglukæra er staðreynd gegn þeim sem berst fyrir stúlkur og konur.

Hef mikla samúð með baráttumanninum og málefnum Álfs Birkis, sýnir okkur og sannar hvar manngæskan liggur. Hjá karlmönnum. OL- nefndin er sem betur fer á öðrum máli en Álfur Birkir og þeirra sem fylgja honum að málum. Stúlkur sigruðu!

Álfur Birkir sannar máltækið: „Sannleikanum verður hver sárreiðastur.“

Skildu eftir skilaboð