Gagnrýndi forsætisráðherrafrúna – Spánn kallar sendiherra sinn í Argentínu heim

Gústaf SkúlasonErlent, StjórnmálLeave a Comment

Andrúmsloftið á milli Spánar og Argentínu er vægast sagt stirt. Forseti Argentínu gagnrýndi eiginkonu spænska forsætisráðherrans og núna hefur ríkisstjórnin kallað sendiherra sinn heim frá Argentínu.

Javier Milei, frelsisforseti Argentínu, talaði á fundi um glóbalismann og umskipti íbúa með innflytjendum í Madrid, höfuðborg Spánar. Í ræðu sinni gagnrýndi Milei harðlega sósíalísku forsætisráðherrahjónin Pedro Sánchez og eiginkonu hans Begoña Gómez.

Javier Milei, forsætisráðherra Argentínu.

Spillta frúin

Gagnrýnin á forsetafrúna fólst í því að Milei kallaði hana „spillta“ og vísaði til yfirstandandi sakamálarannsóknar á henni. Ásakanir gegn henni hafa átt stóran þátt í miklum mótmælum gegn Sánchez og hann skrifaði vælubréf til þjóðarinnar með hótun um að segja af sér vegna gagnrýnarinnar. Að sögn Financial Times lét Mileis hörð orð falla um forsetafrúna:

„Hann á spillta eiginkonu, sem hann samlitast og þarf fimm daga til að finna út, hvað hann á að gera.“

Milei „verður“ að biðjast afsökunar

Þetta hefur valdið mikilli reiði innan spænsku ríkisstjórnarinnar. José Manuel Albares, utanríkisráðherra, sagði yfirlýsingu Mileis „fullkomna árás á lýðræði okkar, á stofnanir okkar og á Spán.“ Sendiherra Spánar hefur verið sendur heim frá Argentínu og Albares hótar „frekari aðgerðum“ ef Milei biðst ekki afsökunar.

Milei líkist bæði Donald Trump og Jair Bolsonaro að því leiti að hann er hreinskilinn. Hann er óhræddur við að vera ekki stjórnmálalega rétttrúaður og gagnrýnir andstæðinga hispurslaust..

Ljónið kemur aftur

Samkvæmt því sem fram hefur komið í fjölmiðlum mun hann ekki biðjast afsökunar. Manuel Adorni, talsmaður Milei, segir hins vegar að Milei kunni vel að meta ef spænsk stjórnvöld biðja hann afsökunar á „móðgunum sem hann hefur orðið fyrir á síðustu 15 dögum.“

Milei hefur sjálfur gert færslu á X-inu þar sem hann skrifar

„Ljónið er komið aftur og brunar um allt á sósíalískum tárum.“

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð