Hringekja fáránleikans: Landspítalinn segir Gunnar og Hlédísi vera „ógn við valdstjórnina“

Gústaf SkúlasonFósturvísamálið, InnlentLeave a Comment

Í dag var samtali Fréttarinnar við hjónin Hlédísi Sveinsdóttir og Gunnar Árnason í svo kölluðu Fósturvísamáli haldið áfram. Í síðasta þætti lýstu þau, hvernig þau hafa verið sett í nálgunarbann við fólk, sem þau þekkja ekki og hafa aldrei hitt. Jafnframt hefur lögreglan farið fram á að þau hætti að grennslast eftir hvarfi 19 fósturvísa frá fyrirtækinu Art Medica. Lögreglan reynir einnig að þagga niður opinbera umfjöllun um málið og sendi menn til Akureyrar til að yfirheyra Hall Hallsson blaðamann með kröfu um að hann undirritaði yfirlýsingu um að hætta skrifum um málið. Hér er um grófa aðför að mannréttindum og málfrelsi að ræða.

Enn vantar gögn frá Landsspítalanum

Fósturvísamálið verður sífellt undarlegra – því meira sem það er skoðað. Þau Hlédís og Gunnar sögðu okkur af reynslu sinni frá þeim tíma í lok janúar 2015, þegar Hlédís veiktist og var lögð inn á Landspítalann í tvær vikur. Yfirlæknir spítalans gerði Hlédísi viðvart við óeðlilega mikla umferð í sjúkraskrá hennar og spurði hana hvort hún vissi eitthvað um það. Hlédís bað því Landsspítalann um útskrift í upphafi árs 2015 og það var ekki fyrr en ári síðar að henni var afhent skýrsla sem síðar kom í ljós að var vægast sagt stórgölluð og í mörgum atriðum um ósannar staðhæfingar að ræða. Tregða Landsspítalans til að afhenda skýrsluna og handvömm við afhendinguna með því meðal annars að láta Hlédísi fá skýrslu annars einstaklings og síðan þegar skýrslan loksins kom, þá vantaði nokkur ár í hana. Sjúkraskrá þeirra ára hefur Hlédís núna 9 árum síðar enn ekki fengið afhenta og er málið á borði Umboðsmanns Alþingis sem krefur landlækni svara.

Sjúklega yfirþyrmandi áhugi á sjúkraskýrslu Hlédísar

Sýnishorn af skýrslu 1.

Óvenjulega margir læknar sem Hlédís kannaðist ekkert við lásu sjúkraskrá hennar. Tregða og misræmi í frásögn starfsmanna Landspítalans leiddi til þess að Hlédís óskaði eftir nýrri skýrslu sem kom loksins tæpum 5 árum síðar.

Þegar seinni skýrslan kom loksins í október 2020 eftir margara ára baráttu við kerfið, þá kom í ljós mikill munur miðað við fyrstu skýrsluna. Sjöfalt fleiri heimsóknir voru skráðar miðað við fyrstu skýrsluna. Hlédís lýsti því, að hún hefði verið í sjokki, þegar hún sá alla þessa umferð í sjúkraskýrslu hennar.

Seinni skýrslan var keyrð beint út úr rafræna skráningarkerfinu

Þessi sjúklegi áhugi á sjúkraskrá Hlédísar vekur furðu flestra annarra en stjórnenda Landsspítalans og yfirmanna valdkerfisins. Ætla mætti að Hlédís þjáist af einhverjum sérstaklega sérlegum og afar sjaldgæfum sjúkdómi sem krefðist víðtækra rannsókna, jafnvel læknaráðstefnu til að þróa læknavísindin áfram. En ekkert slíkt er uppi, þar sem eina skiptið sem Hlédís var áður lögð inn á spítala í einhvern tíma var þegar hún var 11 ára. Hlédís segir:

„Ég hef alla tíð verið mjög hraust og aldrei þurft að fara á spítala nema örfáum sinnum vegna minni háttar íþrótta meiðsla og þess háttar. Svo ekki getur þessi áhugi á mér verið vegna einhvers sérstaks sjúkdóms.“

„Ekkert óeðlilegt“ segja Landspítalinn, Persónuvernd og lögreglan

Í þættinum er fyrsta skýrslan í byrjun jan 2016 borin saman við skýrsluna sem afhent var í desember 2020 og er munurinn sláandi fyrir tímabilið sem Hlédís lá á Landsspítalanum: Í fyrstu skýrslunni var sagt að einn nemi hefði einu sinni farið inn í skjúkraskrána. – Í seinni skýrslu fóru margir nemar  1024 sinnum inn í sjúkraskrá Hlédísar. Í fyrri skýrslunni var sagt að innlit í sjúkraskrá hefðu verið samtals 471 á tímabilinu. – Í seinni skýrslunni  voru innlitin orðin 3304 eða sjö sinnum fleiri.

Yfirlit á samanburði á upplýsingum um innskráningu í sjúkraskrá Hlédísar.

Hringekja fáranleikans

Lögfræðingur Landsspítalans, Ingibjörg Lárusdóttir,  breytti leit að sannleikanum í hringleikahús fáránleikans. Sakaði hún hjónin um að vera „ógn gegn valdstjórninni.“ Brot gegn þeim lögum varða allt að 6 ára fangelsi og eru þar talin upp afbrot eins að vera í forystu uppreisnar gegn ríkinu, sýna lögreglumönnum ofbeldi, múta þingmönnum og aðstoða fanga við að strjúka úr fangelsum. Svaraði hún fyrir stjórn Landsspítalans og samtímis var hún formaður eftirlitsnefndar með rafrænni skráningu sem fékk pöntun frá Persónuvernd að rannsaka umferðina á sjúkraskrá Hlédísar. Hún skrifaði pent að allt væri í lagi og Persónuvernd afritaði niðurstöðuna og gerði að sinni.

Niðurstaða af „rannsókn“ Landsspítalans á umferðinni í sjúkraskrá Hlédísar.

Persónuvernd gerði niðurstöðu Landsspítalans að sinni:

Niðurstaða Persónuverndar af umferðinni á sjúkraskrá Hlédísar.

Ingibjörg Lárusdóttir sendi líka hótunarbréf til Hlédísar og Gunnars með ásökun um afbrot í stíl við uppreisn gegn íslenska ríkinu sem varðar allt að 6 ára fangelsi ef þau hættu ekki að spyrja eftir gögnum í málinu.

Íslensk erfðagreining hafði einnig aðkomu að málinu „lögfræðilega séð.“ Hvítþvoðu hendur sínar:

Fyrirspurn Hlédísar eftir gögnum frá Íslenskri Erfðagreiningu

„Við erum saklausir“

Lögreglan hefur einnig sýnt Hlédísi mikinn áhuga sbr:

Í stað þess að hjálpa Hlédísi og Gunnari í leit að sannleikanum, þá bregðast þeir sem eiga að vera til staðar og hafa í staðinn snúið hornum að hjónunum og útmála sem stórhættulegt fólk fyrir íslenska ríkið.

Greinilega er mikið í húfi sem ekki þolir dagsins ljós í fósturvísamálinu.

Hér má sjá og hlýða á viðtalið:

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð