Aðalsteinn óttast æruféð

frettinDómsmál, Innlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og sakborningur stefnir tilfallandi til sýslumanns til tryggingar á ærufé og málskostnaði vegna dóms héraðsdóms í apríl.

Héraðsdómur dæmdi Aðalsteini 450 þús. kr í miskabætur og 1,4 m.kr. í málskostnað. Aðalsteinn stefndi bloggara fyrir að skrifa um byrlunar- og símastuldsmálið. Rétt eftir dóminn sýknaði landsréttur bloggara í sambærilegu máli sem félagar Aðalsteins á Heimildinni, þeir Þórður Snær og Arnar Þór, höfðu unnið í héraðsdómi á liðnu ári. Landsréttur mun næsta vetur taka fyrir áfrýjun bloggara. Tilfallandi bloggaði um báða dómana, sjá hér og hér.

Við áfrýjun frestast réttaráhrif dóma. Landsréttur mun vega og meta dóm héraðsdóms og kveða upp úr hvort hann stenst eða ekki. Miðað við úrskurð landsréttar í máli Þórðar Snæs og Arnars Þórs gegn bloggara myndu fáir löglærðir veðja á málstað Aðalsteins.

Hvers vegna gerir Aðalsteinn kröfu með tilstyrk sýslumanns að tilfallandi leggi fram tryggingu fyrir greiðslu sem enn bíður dóms? Á lagamáli heitir aðgerðin „löggeymsla á eignum“ og er einkum notuð þegar í húfi eru tugir eða hundruð milljónir króna, t.d. í fasteignaviðskiptum. Tilfallandi spurði lögmann hvaða gæti búið að baki og fékk þetta svar:

Krafan sýnir best skítlegt eðli þessara manna. Þeir eru einfaldlega að gera þér lífið leitt. Láta þig mæta til sýslumanns og leggja fram veð.

Krafan Aðalsteins er nokkuð hærri en hann fékk dóm um, eða tæplega 2,4 m.kr., og er ekki sundurliðuð. Lyfjakostnaði hefur sennilega verið bætt við, hugsaði tilfallandi með sér. En áttaði sig fljótt. Engin lyf vinna á skítlegu eðli.

Skildu eftir skilaboð