Útlendingastofnun hefur ítrekað hafnað íslenskum manni sem fæddur er á Íslandi og á íslenska móður, börn og barnabörn um íslenskt ríkisfang. Þessu greinir Valdimar Óskarsson mágur mannsins frá á Facebook síðu sinni.
Róbert er sem varð sjötugur að aldri í síðustu viku á einnig íslenskan eineggja tvíburabróður sem er búsettur hér á landi, ásamt átta systkynum.
Valdimar greinir frá því að Róbert sé fæddur á Íslandi árið 1954 og sonur íslenskrar móður og Bandarísks föður. Af þessum 70 árum hefur Róbert búið í 51 ár á Íslandi og 19 ár með hléum í Bandaríkjunum. Samfleytt hefur Róbert búið á Íslandi síðan 1995.
Róbert gekk í gegnum grunnskóla á Íslandi og fór svo í frekara nám og útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1974 og tók matreiðslumeistarann síðar.
Róbert giftist sinni íslensku konu fyrir 30 árum og eiga þau saman bæði börn og barnabörn. Frá árinu 1995 hefur Róbert starfað á ýmsum stöðum sem veitingamaður, lengst af á sjó hjá bæði í millilandaflutningum og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum þar til hann fór á ellilífeyri eins og lög gera ráð fyrir.
Róbert hefur alltaf haft Bandarískt vegabréf en vildi nú bæta úr því og fá einnig það íslenska rétt eins og eineggja tvíbura bróðir hans og hin systkinin eru með en þau eru 8 talsins, svo ekki sé nú talað um eiginkonu og börn. „Mikið hefur verið talað um fjölskyldusameiningu og spurning hvort mál Róberts falli ekki undir slíka aðgerð“ segir Valdimar.
Ítrekað hafnað um íslenskt ríkisfang
Á fyrsta fundi með útlendingastofnun óskaði starfsmaður sem gerði sig ágætlega skiljanlega á íslensku að hann tæki próf í tungumálinu. Róbert spurði þá einfaldlega starfsmanninn hvort grunnskólaprófið hans væri ekki í gildi og með því var fyrstu af fjölmörgum hindrunum rutt úr vegi.
Eftir þennan fund hefur útlendingastofnun ítrekað hafnað Róberti um íslenskt ríkisfang og í hvert skipti er hann beðinn um ný gögn og margsinnis um gögn sem hann hefur þegar skilað. Róbert sem hefur verið skattgreiðandi hér í samfelld 30 ár hefur skilað öllum umbeðnum fjárhagslegum upplýsingum frá þeim tíma sem íslenska ríkið tók upp rafræn skil og samskipti.
Róbert hefur skilað inn öllum upplýsingum um eignir þeirra hjóna á Íslandi þar á meðal þá fasteign sem þau búa í. „Eins og allir vita þá koma allar þessar upplýsingar fram í þeim skattskýrslum sem Róbert skilað inn til stofnunarinnar. Að sjálfsögðu hefur Róbert skilað inn hreinu íslensku sakavottorði, vitnisburði vina og fjölskyldu og öllum mögulegum sönnum til að sýna fram á tilverurétt hans sem Íslendings,“ segir Valdimar.
Róbert Scobie þú ert ekki einn af okkur
- Róberti hefur ekki tekist að fá sakavottorð frá FBI í Bandaríkjunum sem sannar brotalausan feril frá 15 ára aldri (hvernig nær maður sambandi við FBI ?? )
- Og svo aðal atriðið að matreiðslumeistarinn sem hefur verið launþegi í 40 ár á Íslandi þykir ekki geta sýnt fram á nægar tekjur af sínum ellilífeyri til að halda heimili á Íslandi þrátt fyrir að búa í eigin húsnæði.
Valdimar veltir nú fyrir sér hvort Róbert mágur hans verði sóttur of lögreglu og nauðungar fluttur til Keflavíkurflugvallar og sendur á fyrsta farrými í fylgd laganna varða til „lands draumanna.“
„Eini möguleikinn virðist á þessari stundu er að sonur vorrar þjóðar mágur minn Róbert verði að kæra útlendingastofnun til Umboðsmanns Alþingis, velti svona fyrir mér hvort umboðsmaður hafi ekki eitthvað merkilegra að gera við sinn tíma en að koma vitinu fyrir útlendingastofnun,“ segir Valdimar að lokum.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti athygli á færslu Valdimars og segist ætla að láta til sín taka er málið varðar. „Ég mun gera það sem ég mögulega get til að leiðrétta þetta rugl,“ skrifar Inga á fb síðu sína.
Færslu Valdimars má sjá hér neðar:
2 Comments on “Útlendingastofnun hafnar sjötugum Íslendingi um ríkisfang”
Inga Sæland lætur WHO treaty vera …. Inga Snæland lætur mRNA bóluefnin vera.. Inga Snæland lætur flóttamennina vera.. EN Inga Snæland lætur einn mann vera hennar mission.. næs. Really? Þessi manneskja er fake.
Það er nú alveg eðlilegt að hafna honum, þar sem hann hefði tvöfalt ríkisfang.