Hallur Hallsson skrifar:
Íslenska lýðveldið fagnar 80 ára afmæli á stríðstímum undir kjarnorkuvá. Sumir segja jafnvel Endatímum Opinberunarbókar Biblíunnar, en getur verið að nú séu Ragnarök Völuspár þar sem bræður berjast í Austurvegi? Á Austurvelli mátti sjá hina djúpu gjá milli ráðamanna og þjóðar. Forsætisráðherra sem karl á kassa talaði fyrir stríði. Síðasti aldarfjórðungur hefur einkennst af endalausum styrjöldum Ameríku og Nato. Stríð Vesturlanda og Nato hófust með Kosovo-stríðinu og loftárásum á Belgrad höfuðborg Serbíu árið 1999. Strax í upphafi 21. aldar var hafist handa um að sprengja fornar menningarþjóðir á steinöld; Afganistan, Írak, Sýrland, Lýbía, Sómalía, Yemen, Níger. Nú eru það Gasa og skærur Íran við Persaflóa. Fjölmargir stríðsglæpir svo sem Julian Assange hefur upplýst. Hörmulegt er stríð í Úkraínu sem hófst 2014 með árásum stjórnvalda í Kænugarði á hendur Rússum í Donbas og Luhansk og stigmagnaðist með innrás Rússa í A-Úkraínu 2022.
Snorri og Óðinn
Við eigum Snorra Sturluson þjóðarvitund okkar að þakka og deilum sögu með Rússlandi allt til Ása-Óðins. Í Ynglingasögu Heimskringlu segir Snorri Sturluson [1179-1241] okkur frá höfðingja þeim er Óðinn var kallaðr sem bjó í Ásgarði í Ásheimi í Ásíá austan Tanakvíslar sem nú er Don. Austur af er Volgufljót, svo Óðinn kom hugsanlega frá eða í námunda við Volgograd. Þar var blótstaðr mikill þar sem dómr voru uppkveðnir. Óvinir Ása-Óðins urðu blindr, daufr og óttafullr. Óðinn tók sér bústað við Löginn í hinu fornu Sigtúnum í Svíþjóð hinni miklu, líklega að áliðinni fjórðu öld. Er það ekki magnað að Snorri Sturluson talaði svipað tungumál og Óðinn í Ásheimi sem nú er hluti Rússlands. Slavar stofnuðu Novgorad-Rus; Hólmgarð og kölluðu til konungdóms víkinginn eða væringjann Hrærek; Rúrik 862 AD. Frændi hans Oleg tók ríki eftir hann og stofnaði Kievan-Rus; Garðaríki um sama tíma og norrænir menn voru að nema land á Íslandi. Árið 980 AD í tíð Valdimars I voru Slavar orðnir alsráðir í Austurvegi. Íslendingar fögnuðu þúsund ára landnámi 1874, Rússar þúsund ára afmæli Rússlands 1862. Þjóðirnar eiga rætur í eyðimörkinni með Móse. Við eigum Snorra skjaldarmerki okkar að þakka. Arfleifð Snorra Sturlusonar gaf sjálfstæðisbarátta forfeðra okkar styrk og þor til hlutleysis. Þeir neituðu að lýsa stríði á hendur öðrum þjóðum og stofnuðu friðarsetur á Höfða þar sem Gorbatsjov og Reagan hittust. Nú þekkja ráðamenn okkar lítt sögu Snorra Sturlusonar heldur hlaupa eftir sturluðum vestrænum lítilmennum með heilabilað gamalmenni Joe Biden í forsvari. Öllu stýrt að bakti luktum dyrum glóbalista sem stefna á heimsyfirráð. Ameríka nútíðar minnir hrörnun Sovétríkjanna.
Bræður munu berjast segir VÖLUSPÁ
”Bræður munu berjast, og að bönum verða … mun engi maður, öðrum þyrma,” spáir Völuspá en jafnframt að “…böls mun alls batna … Sal sér hún[völvan] standa sólu fegra gulli þaktan á Gimlé.” MestI sonur Íslands, Snorri Sturluson var veginn í Reykholti 1241 að skipan flugumanna Hákonar gamla í bandalagi við Gregoríus IX páfa. Vatikanið hafði kramið frumkristinn norskan sið í Niðarósi þegar Skúli jarl var drepinn ári áður og Osló varð höfuðsetur hins kaþólska Noregs. Um tuttugu árum síðar leið íslenska Þjóðveldið undir lok sem markaði niðurlægingu Íslands þar til frelsi vannst. Skelfilegar voru ofsóknir páfadóms á hendur frumkristnum Katörum í Suður-Frakklandi þar sem voru rætur Musterisriddaranna. Af hverju riðu hinir frumkristnu riddarar með Snorra á Alþingi 1217?
Vatikanið gaf út tilskipun um árás á Orthodox Rússland
Jafnframt gaf Vatikanið út tilskipun til Svía árið 1237 um að ráðast á orthódox Rússland, Novgorod; Hólmgarð en voru stöðvaðir af prins Alexender Nevsky í bardaganum við Neva-fljót 1240. Þýskir riddarar voru stöðvaðir í orrustunni á ísnum 1242 á Peipus-vatni skammt sunnan Pétursborgar. Orrustan lifir djúpt í rússneskri þjóðarsál. Norðurstríðið mikla 1700-1721 markaði ósigur Svíþjóðar sem stórveldis. Pétur mikli keisari reisti Pétursborg 1703, dómkirkjuna og klaustrið til heiðurs Nevsky prins. Svíar undir forystu Karl XII réðust inn í Rússland 1707 og stefndu til Moskvu en hröktust undan rússneska vetrinum suður á bóginn og biðu ósigur 1709 við Poltova milli Kænugarðs og Kharkiv í A-Úkraínu. Þetta er ekki hægt að skálda.
Napóleon, Hitler og Joe Biden
Napóleon galt sömuleiðis afhroð fyrir rússneska vetrinum í Moskvu 1812. Þýskaland nazista réðst inn í Rússland 1941 og stefndi til Moskvu en skriðdrekar Hitlers “frusu fastir” og orrustan um Stalíngrad tapaðist. Og nú leiðir hinn seníli Joe Biden enn eina atlögu Vesturlanda að Rússlandi. Slavar berjast í A-Úkraínu svo sem segir í Völuspá; bræður munu berjast. Lenín renndi Donbas og Luhansk inn í Sovét-Úkraínu við stofnun Sovétríkjanna. Slavar berast nú á banaspjót, Úkrar með vestrænum peningum og vopnum frá Nato gegn bræðrum sínum Rússum. Þetta er sem Dönum og Svíum væri att saman. Þetta er proxy-stríð, skugga-stríð Vesturveldanna gegn Rússneska lýðveldinu. Í Donbas eru 12 trilljón dollara sagðir bíða Black Rock og svo auðvitað yrði Rússland bútað í smærri ríki sem vestræn nýlenda. Hvað um að tala fyrir friði í stað þess að elta sturlaða glóbalstefnu Nato? Ísland á erindi við heiminn.