Bákn? Nei, völundarhús

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Innan hins opinbera eru margar stoppistöðvar fyrir þá sem þurfa á þjónustu eða áliti þess að halda. Þar er að finna ráðuneyti, eftirlitsstofnanir, nefndir, stofur, stofnanir og skrár af ýmsu tagi. Þetta veldur of vandræðum því ofan á flækjustigið kemur ákvarðanafælni og málum oft vísað hingað og þangað. Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið lýsingar eins og þessa, en of oft:

Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði.

Kostnaðinn bera auðvitað einstaklingar og fyrirtæki.

Stjórnmálamenn gera ekkert í þessu. Þeir þora ekki að rísa upp gegn bákninu og vilja jafnvel ekki gera það. Séu stofnanirnar og embættin nógu andskoti mörg eru meiri líkur á að útbrenndur stjórnmálamaður geti krækt sér í eitthvað tilgangslaust starf á góðum launum þegar kjósendur eru búnir að hrækja honum út. Þau eru fleiri embættin en embætti sendiherra til að koma hlýðnum flokkshundi fyrir við trog í boði skattgreiðenda. 

Ekki eru kjósendur að vakna upp við vondan draum ef marka má skoðanakannanir, en kannski er þeim líka vorkunn í því að fáir stjórnmálamenn þora að taka málstað almennings og fyrirtækja í baráttu þeirra við báknið, eða völundarhúsið réttara sagt.

Hið opinbera fyrir fólkið? Nei, fólkið fyrir hið opinbera.

Skildu eftir skilaboð