Kuldi í veðri en enginn ábyrgur

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Kuldafréttir af Íslandi og norðurhveli jarðar eru nokkrar síðustu vikur. Kaldasti vetur aldarinnar, sagði mbl.is síðasta vetrardag. Kaldur júní í Danmörku, Bretlandi og Íslandi, segir visir.is.

Jafnvel hamfaramiðstöðin á Efstaleiti slæst í för og segir árið kalt.

Engar skýringar fylgja. Í viðtengdri frétt er rætt við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Hann er liðtækur hamfaraspámaður. Fyrir tveim árum, sumarið 2022, boðaði Einar hitabylgjur vegna manngerðrar hlýnunar. Sex mánuðum síðar, í desember 2022, kynnir Einar mesta kuldakast á öldinni. En enginn er ábyrgur, allra síst maðurinn. En smávegis hlýindi eru skrifuð á reikning mannsins.

Hvað segir Einar núna þegar heldur er kuldalegt í samanburði við sumarveður síðustu þrjátíu ára? Veðurkappinn fullyrðir að kuldinn í sumar segi ,,hins veg­ar ekk­ert til um næstu ár."

En komi nokkrir hlýir dagar í ágúst má búast við að Einar spái hamfarahitabylgjum næstu áratugi.

Tilfellið er að vísindamenn skilja ekki veðrið nema að takmörkuðu leyti. Veðurspár eru ekki gerðar nema 5-8 daga fram í tímann. Ef menn vissu betur væri hægt að segja til um veðrið vikur, mánuði og ár fram í tímann. Óvart er það ekki hægt sökum vanþekkingar. Þó þykjast hamfarasinnar vita að öll hlýnun sé manngerð en kuldatímabil ekki. Hvernig má það vera? Tekur náttúran sig sjálfa úr sambandi þegar hlýnar en starfar að öðru leyti eftir lítt þekktum lögmálum? Heiðarlegir vísindamenn, t.d. William Harper, viðurkenna að spálíkön um veðurfar til framtíðar eru ómögulegar.

Kjörhitastig jarðar er óþekkt stærð. En Sameinuðu þjóðirnar og glóparnir vilja ekki undir nokkrum kringumstæðum að meðalhiti jarðar hækki meira en um eina og hálfa gráðu miðað við iðnbyltinguna á 19. öld. En þá lauk veðurfarstímabili sem stóð frá 13. öld og er kallað litla ísöld.

Segir það ekki nokkra sögu um loftslagskirkjuna að helvítishlýnun er kynnt sem manngerð en veðrið að öðru leyti lýtur náttúrulögmálum?

Manngerð hlýnun er skáldskapur sem þjónar þeim tilgangi einum að vekja ótta og undirgefni.

2 Comments on “Kuldi í veðri en enginn ábyrgur”

  1. Hvernig er hægt að vera svona vitlaus Páll? Mæli með því að þú hættir að nota greiðslurnar frá Samherja í vínbúðinni. Ef þú myndir kynna þér hvernig hlýnun jarðar virkar þá myndirðu sjá að kuldaskeið eru partur af því. En þar sem þú talar bara með rassgatinu, styður þjófa,landráðamenn og barnamorðingjana í Ísrael þá kemur þetta ekki á óvart.

  2. Tröllin Tröllin Tröllin.. U think he gets its but I don´t think so. 🙂

Skildu eftir skilaboð