Öll réttindi kvenna í stjórnarskrá eru í hættu

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, KynjamálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Sall Grover háir baráttu við kerfið og karlmann sem segist vera kona. Sall stofnaði app fyrir konur. Þar geta þær sótt eftir herbergis- og ferðafélaga svo eitthvað sé nefnt. Hún henti öllum karlmönnum út enda appið ekki ætlað báðum kynjum. Þegar hún fluttist til USA leitaði hún að herbergisfélag og varð fyrir reynslu sem ýtti henni út í að búa til appið þegar hún flutti aftur til Ástralíu.

Einn karlinn sættir sig ekki við neitun og höfðaði mál gegn henni. Nú liggja dómstólar undir feldi, verður réttindum kvenna rústað. Verða öll lög sem talar um konur að engu. Missa allir konur réttindi sín vegna karlmanns sem segist vera kona og vill vera þar sem konur eru.

Sall heyir allt aðra kvennabaráttu en Rauðsokkurnar gerðu. Að kvennabarátta árið 2024 skuli snúast um réttindi kvenna t.d. til einkarýma er ótrúlegt. Verjast ágangi karlmanna. Sorglegast er að konur styðja valdtöku karla sem skilgreina sig sem konur, og segja það að umburðarlyndi. Nei þetta er mannvonska að láta einn hóp blæða fyrir réttindi annarra. Ekkert jafnræði og engin mannréttindi í því.

Öll stjórnarskrávarin réttindi kvenna er í húfi!

Hér má hlusta á viðtal við Sall Crover.

Skildu eftir skilaboð