Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Dómur féll konum í óhag í Ástralíu. Alþjóðasáttmálar sem gerðir hafa verið til að vernda konur eru í uppnámi. Um er að ræða alþjóðasáttmála sem kallast CEDAW frá 1979. Ísland skrifaði undir sáttmálann og því er réttur kvenna hér á landi í jafnmikill hættu og annars staðar. Kvenréttindi eru skilgreind út frá CEDAW sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Konur það er ástæða til að óttast!
Jafnréttisstofa skrifar: ,,Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Convention on the Elimination of All Discrimination Against Women, CEDAW) var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 1979. Aðildarríki samningsins eru nú 185. Öll ríkin hafa fullgilt samninginn að undanskildum Bandaríkjunum. Samningurinn er grundvallarskjal um réttindi kvenna og hefur oft verið vísað til hans sem „Women¢s Bill of Rights“.“
Dómnum verður áfrýjað. Karlmaður sem skilgreinir sig sem kona taldi að á sér hefði verið brotið þegar hann fékk ekki að vera inn á kvennaappi sem heitir Giggle. Sall Gover er stofnandi og eigandi appsins. Vegna mikils kostnaðar við málaferlin hafa stuðningmenn hennar staðið fyrir söfnun sem gekk vel.
Sall segir réttilega, ef hann væri kona hefði hann ekki þurft að höfða mál, þá væri hann sjálfkrafa á appinu. En hann er líffræðilegur karlmaður og því þurfti hann að höfða mál gegn konum. Það eitt segir það sem segja þarf.
Dómsuppkvaðningin skilur eftir margar spurningar um rétt og vernd kvenna, ekki bara í Ástralíu heldur um heim allan. Reyndar er Ástralía það land sem hefur gengið hvað harðast að konum og réttindum þeirra. Konur virðast skipta litum máli þar í landi þegar litið er til stjórnmálamanna.
Umhugsunarefni eftir dóminn
Það verður spennandi að fylgjast með. Opnar nýfallin dómur í Ástralíu á að konur missi einkarými sín og kvennaíþróttir hverfi alveg, líka í Danmörku? Samkvæmt BBC er það ekki ómögulegt en sjáum til. Spurning hvort danskir fjölmiðlar rannsaki málið frekar segir Dorte Toft.
Ástralska dómsmálið fjallar um mann, sem skilgreinir sig sem konu. Maðurinn er þekktur aðgerðasinni og fór í mál við netmiðilinn Giggle sem er bara fyrir konur (líka sem stefnumótarapp). Honum fannst sér mismunað eftir að hann var útilokaður út frá myndgreiningu og valdi síðan að fara í mál.
Dómarinn dæmdi manninum, sem notar nafnið Roxanna Tickles, skaðabætur upp á 45.000 d.krónur og Sall Grover sem á appið þurfti að borga málskostnað. Dómarinn telur kyn breytanlegt , ,,sex is “changeable and not necessarily binary”.
Sall Grover mun áfrýja dómnum en hún safnaði fé fyrir málskostnaðnum. Tickle vs Giggle er bara eitt dómsmálið af mörgum sem karlmenn höfða gegn konum segir Dorte Toft að lokum.
Dómsuppkvaðningu má hlusta á hér.
Frétt frá BBC.
Áhugaverður fréttaflutningur frá Sky News Australia.
Women’s rights to assemble and to provide female only services away from males no longer exists in Australia. Here is the verdict in full. #TickleVGiggle #MensRightsActivists pic.twitter.com/uPpKA0l4pa
— Admiral Invalidator (@Artofhunger75) August 22, 2024
One Comment on “Barátta kvenna heldur áfram – áfall fyrir konur og réttindi þeirra”
Þetta er gott dæmi um helsjúk lífsviðhorf guðleysingjana. Sorglegt.