Boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun

frettinInnlendarLeave a Comment

Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun kl. 16.

Mótmælin eru haldin gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg, þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi.

„Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.

Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ segir í tilkynningunni.

Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og segir hann að krafan sé fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. 

Viðtalið má hlýða á hér neðar:

Skildu eftir skilaboð