Epstein listinn verður gerður opinber

frettinErlentLeave a Comment

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur lagt til að „svarta bókin“ með skjólstæðingalista kynlífssmyglarans Jeffrey Epstein, verði gerður opinber verði hann kjörinn forseti.

Epstein starfaði sem fjármálamaður og var vinsæll meðal hinna ríku og frægu í mörg ár, og kynnti þeim fyrir tugum ungra kvenna – sem sumar hverjar voru undir lögaldri á þeim tíma, og flaug þeim til einkaeyju sinnar í Karíbahafinu með þotunni sem kölluð var „Lolita Express“.

„Ég fór aldrei til eyjunnar hans, sem betur fer. En margir gerðu það,“ sagði Trump í viðtali við Lex Fridman sem birt var nýlega.

„Þetta er mjög áhugavert,“ sagði Trump við Fridman, eftir að gestgjafinn sagði að það „mjög undarlegt“ að listinn yfir fólk sem ferðaðist til Little St. James, hafi aldrei verið birtur opinberlega.

Trump líkti Epstein-uppljóstrunum við það að aflétta leynd af skjölunum sem eftir voru tengd morðinu á John F. Kennedy forseta árið 1963, og sagði að hann myndi „áreiðanlega kíkja á það“ og líklegt sé að hann muni birta viðskiptavinalistann.

Viðtalið má sjá hér neðar:

Reuters greinir frá.

Skildu eftir skilaboð