Kjörstjórn Kennarasambands Íslands kynnti rétt í þessu niðurstöður atkvæðagreiðslna um verkfallsaðgerðir í lok mánaðar. Meirihluti í þeim átta skólum, þar sem kosning fór fram, sagði já við fyrirhuguðum verkföllum. Áformað er að aðgerðir hefjist 29. október, þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Kennarar samþykktu verkall á sama tíma og þeir keyra baráttuna, „fjárfestum í kennurum.“
Úrslit atkvæðagreiðslunnar er skýr, kennarar vilja verkfall í þeim skólum þar sem kosið var. Félagsmenn Kennarasambandsin sem voru undir starfa í eftirtöldum skólum;
Leikskólarnir eru; Leikskóli Seltjarnarness, Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
Grunnskólarnir eru ; Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laugalækjarskóli í Reykjavík og Lundarskóli á Akureyri
Verkföll í þessum skólum skella á 29. október og standa til 22. nóvember, hafi samningar ekki náðst.
Framhaldsskólinn á Suðurlandi fer líka í verkfall, það mun standa til 20. desember. Vitað er að fangar stunda nám við þann skóla og sennilega hefur það haft áhrif á val framhaldsskólans.
Verkfallið er tímabundið í grunn- og framhaldsskólanum en ekki leikskólanum. Vitað er að mesta röskun er það, á hinum skólastigunum líta nemendur á verkfall, sérstaklega tímabundið, sem auka frídag. Sennilega munu margir nemendur í öðrum skólum líta öfundaraugum til þeirra nemenda sem ,,fá frí.“
Auðvitað er fórnarkostnaður þegar verkfall er samþykkt. Samviskusamir nemendur þurfa ekki að lenda á eftir, þeir geta haldið áfram að læra samkvæmt áætlun kennara sem liggur fyrir. En vissulega bagalegt fyrir þá að missa úr skóla.
Beðið er atkvæðagreiðslu úr einum tónlistarskóla á landinu. Gefum okkur að það verði í Reykjavík, bítur mesta þar enda fjöldinn meiri en á landbyggðinni. Kemur í ljós á morgun hvort tónlistakennarar taki þátt í skæruhernaði kennara.
Skiptar skoðanir eru um verkfall kennara, þeir hafa samúð hjá sumum og öðrum ekki. Margir í kennarastéttin þykja fara fullfrjálslega með staðreyndir og sannleik í kennslu og það líkar foreldrum illa. Margir hafa horn í síðu kennara sem reyna að breyta sannleikanum, bæði líffræðilega og málfræðilega. Fyrir fáa sauði geldur fjöldinn, sá fjöldi þegir því miður.