Hraunið flæðir yfir bíla­stæði Bláa lónsins og þjónustuhús brennur

frettinInnlendarLeave a Comment

Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 í gærkvöldi, 20. nóvember eftir að aukin skjálftavirkni mældist á svæðinu á ellefta tímanum og merkja mátti breytingu á þrýstingi við borholur í Svartsengi. Búið er að virkja neyðarstig almannavarna og samhæfingarmiðstöð. 

Staðsetning eldgossins er á svipuðum slóðum og í eldgosinu í ágúst. Talið er að gist hafi verið í um fimmtíu húsum í Grindavík undanfarnar nætur. Lögregla og almannavarnir hófu strax vinnu við að rýma bæinn og Bláa lónið sem gekk vel.

Hluti bíla­stæðis við Bláa lónið er þegar far­inn und­ir hraun, ásamt þjónustuhús Bláa lónsins sem nánast allt er horfið undir hrunið.

Um er að ræða helstu bíla­stæði Bláa lóns­ins og eru þar stæði fyr­ir um 350 bíla auk rútu­stæða. Að sögn Helgu þarf að meta aðkomu að Bláa lón­inu þegar þar að kem­ur og þá hvort mögu­leik­ar séu á að nýta annað aðgengi fyr­ir aðkomu­bíla.

Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu hjá Bláa lón­inu seg­ist hafa verið í sam­töl­um við viðbragðsaðila.

„Það er ómögu­legt að segja til um tjónið á þess­um tíma­punkti en við mun­um sjá þetta bet­ur þegar fram líða stund­ir og þá hvernig hægt verður að bregðast við. Það eru ein­hverj­ir bíla­stæðamögu­leik­ar við lónið en við þurf­um að skoða það bet­ur í fram­hald­inu,“ seg­ir Helga, í samtali við mbl.

Landsnet hefur virkjað neyðarstjórn vegna gossins

Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að neyðarstjórn hafi verið virkjuð.

Svartsengislína Landsnets sem tengist orkuverinu í Svartsengi rofnaði vegna hraunflæðis. Að öllum líkindum verður ekki hægt að fara í viðgerð á línunni fyrr en eldgosinu er lokið.

Flutningskerfi er komið í jafnvægi eftir rafmagnsleysi og rafmagnsflökt vegna rofs línunnar.

Þrjár varaaflsvélar eru til staðar og hægt að færa þær til Grindavíkur með stuttum fyrirvara ef Almannavarnir óska eftir því.

Landsnet hvetur íbúa á Reykjanesi til að fylgjast vel með leiðbeiningum á heimasíðum Almannavarna og orkufyrirtækja.

Skildu eftir skilaboð