Jón Magnússon skrifar:
Það voru sár vonbrigði, að utanríkisráðherra skyldi lýsa yfir stuðningi við ákvörðun alþjóða stríðsglæpadómstólsins(AS) um ákærur á hendur forsætisráðherra og fyrrum varnarmálaráðherra Ísrael. Þeir yrðu handteknir og framseldir ef þeir væru í íslenskri lögsögu. Þetta gerist þrátt að ákæran sé pólitísk og Gyðingafjandsamleg. Þrátt fyrir að framsæknar ríkisstjórnir í Evrópu og Ameríku þ.á.m. Bandaríkin hafni þessari aðför. Þrátt fyrir að VG sé ekki lengur í ríkisstjórn.
Stórblaðið Daily Telegraph fjallar um stríðsglæpadómstólin og þessa síðustu aðgerð í leiðara og þar segir m.a:
„Þetta sannar að alþjóða stofnanir hafa verið afvegaleiddar langt umfram það sem nokkur gat látið sér detta í hug. Ákvörðun AS að gefa út handtökuskipun á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og fyrrum varnamálaráðherra hans Yoav Gallant gera hugmyndina um alþjóðlegan dómstól og alþjóðlegt réttarkerfi tortyggilegt.“
Áður hafði dómstóllinn kveðið upp pólitískan dóm í máli Suður Afríku gegn Ísrael, þar sem dómstóllinn dæmdi ekki eftir þeim lögum og reglum sem gilda. Það sagði sína sögu um hvert stefndi.
„Siðferðilega andhverfan og umsnúningurinn er alger. Leiðtogar Ísrael eru lögsóttir fyrir „glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi sem er fráleitt og fjarri því rétt, þegar haft er í huga að þeir urðu að grípa til vopna í sjálfsvörn eftir að svívirðilegustu og mestu Gyðingamorð höfðu verið framin frá lokum síðari heimstyrjaldar.
Hamas hryðjuverkasamtökin eru þau sem frömdu stríðsglæpina.
Kerfi alþjóðalaga var sett upp í lok síðari heimstyrjaldar til að koma í veg fyrir að „Helförin“ gæti átt sér stað aftur. En nú horfum við á lýðræðisríki,sem reynir að koma í veg fyrir annað fjöldamorð á íbúum sínum, af hálfu samtaka, sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum.
Óhjákvæmileg innrás Ísrael á Gasa hefur því miður leitt til dauða margra óbreyttra borgara. Það er átakanlegt að horfa upp á, jafnvel þó að hlutfall Hamas liða sem hafa fallið sé hærra en almennt gerist í stríði þar sem hryðjuverkamenn fela sig meðal óbreyttra borgara og tala óbreyttra borgara sé hlutfallslega lægra en almennt gerist í stríði í borgum en helmingur fallina á Gasa eru Hamas vígamenn."
"Hamas felur sig á bakvið óbreytta borgara og hafa ekki áhyggjur þó að óbreyttir borgarar falli. Hamas ber siðferðilega ábyrgð á öllum sem hafa fallið í þessu stríði á Gasa með sama hætti og þýskir nasistar báru ábyrgð á þeim sem féllu í síðari heimstyrjöld. Viðmiðanir AS benda til þess að reglur um sjálfsvörn eða rétt til að snúast til varnar gegn árás gildi ekki lengur nema enginn óbreyttur borgari falli jafnvel þó að óvinurinn feli sig meðal þeirra.“
Vinstri sinnaðir lögfræðingar í alþjóðarétti hljóta þá að líta á öll dauðsföll óbreyttra borgra í síðari heimstyrjöld árin 1944 og 1945 sem stríðsglæpi og siðferðilega ámælisverð.
Harry S. Truman, Winston Churchill, De Gaulle o.fl. hefði því átt að lögsækja ásamt þeim leiðtogum nasista sem sóttir voru til saka í Nürenberg réttarhöldunum 1945-1946. Hvílíkt fordæmi hefði það nú verið og andhverfa skynseminnar.
En það er sú andhverfa sem íslenska ríkisstjórnin samsamar sig með. Því miður. Þeim til skammar.
Framsæknar ríkisstjórnir hafa hafnað þessari vitleysu sbr. Argentína, Ítalía, Ungverjaland o.fl. Einnig ríkisstjórn Bandaríkjanna og hafa ítrekað að Ísrael hafi rétt til að verja hendur sínar og muni hafa ákæru AS að engu. Það hefði verið mannsbragur að því hefðum við gert það líka.
Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli. Flokk Thor Thors, sem stóð svo ötullegast með og vann svo einlæglega að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að griðarstaður Gyðinga gæti orðið til með stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Thor Thors bróðir ástsælasta leiðtoga Sjálfstæðifslokksins, Ólafs Thors, hefði aldrei trúað því að hans eiginn flokkur mundi hvika og bregðast málstað réttlætisins.
One Comment on “Vonbrigði”
Nei, Jón Magnusson þetta er sennilega það eina sem pokarottan hefur gerði rétt í þessu embætti!