Sjö félagasamtök gegn tjáningarfrelsi

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson3 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Oddviti Lýðræðisflokksins á Norðurlandi eystra, Eld­ur Smári Krist­ins­son, formaður Sam­tak­anna 22, er boðaður á lögreglustöð í dag, degi fyrir kosningar, þar sem stendur til að ákæra hann fyrir hatursorðræðu. Kærandi er Samtökin 78.

Í viðtengdri frétt skrifa sjö félagasamtök upp á yfirlýsingu um að ólýðræðislegt sé að andmæla vók og trans. Vók er almenna heitið á pólitískum rétttrúnaði sem m.a. kennir transhugmyndafræði. Hornsteinn þeirrar hugmyndafræði er trúarsetningin að sumir fæðast í röngu kyni. En það er óvart ómöguleiki. Meðvitund og líkami nýbura er óaðskiljanleg heild. Enginn fæðist í röngu kyni og kynin eru aðeins tvö.

Eitt er að trúa á bábiljur, annað er krefjast að andmæli gegn trúarkreddunni séu bönnuð að viðlagðri refsingu.

Félagasamtökin sem standa að yfirlýsingunni um að banna skuli frjálsa orðræðu til að móðga ekki sértrúarhóp eru Sam­tök­in 78, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Barna­heill, Trans Ísland, Stíga­mót, Geðhjálp og UNICEF. 

Tilfallandi var ákærður fyrir mánuði vegna þess að hann andmælti trans í skólum. Ákæran sem Eldur Smári stendur frammi fyrir er af sama toga. Tilfallandi veit til þess að a.m.k. einn annar hefur verið kallaður í yfirheyrslu lögreglu af sama tilefni.

Ef þessi aðför að tjáningarfrelsi borgaranna heppnast er andrými til frjálsra skoðanaskipta stórum skert. Skrefin í átt að lögregluríki eru kannski hænuskref, en skref samt.

3 Comments on “Sjö félagasamtök gegn tjáningarfrelsi”

  1. Það er stórmerkilegt að sjá Geðvernd, Barnaheill og UNICEF í þessum hópi. Ljóst að öll þessi félög hafa hoppað á ,,vók“ vagninn og hafa ekki réttindi stúlkna og kvenna í fyrirrúmi. Með lögum um kynrænt sjálfræði var réttur stúlkna og kvenna til að baða sig í næði, án karlmanna sem skilgreina sig sem konur, tekinn af konunum. Þær eiga að þegja og vera góðar. tímabært að rísa upp gegn þessari kúgun þó konur innan Kvennréttindafélagsins vilji lúta þessari kúgun í nafni mannréttinda örhóps.

  2. Sorglegt… og meira fyrir þá sem samþykkja þessa ákæru. Ég hef gefið til þessara félagssamtaka en ekki meir. Nei takk! Næst þegar þið hringið í mig þá verður það .. NEI.

Skildu eftir skilaboð