Helstu álitamál kosninganna varða heilbrigði, skatta, útlendinga, samgöngur og húsnæði. Hálfdauð mál eru atvinna (enda ekkert atvinnuleysi), stjórnarskrá (gamalt hrunmál) og ESB (dautt hross í boði Viðreisnar). Sjávarútvegur telst einnig til hálfdauðra máli enda fátt um fína drætti á Namibíu-deild RÚV fyrir þessar kosningar.
Félagsvísindastofnun kannaði og greindi hvaða mál voru á dagskrá kjósenda, hver illa eða alls ekki. Tvö stór vók-mál komust ekki einu sinni á listann og hafa þó á liðnum árum verið frek til fjörsins í opinberri umræðu.
Páll Vilhjálmsson skrifar:
Steindauðu vók-dagskrárliðirnir eru loftslagsmál og trans. Í báðum tilfellum aktívistamál síðustu tíu til 15 ára. Vinstriflokkarnir gerðu út á loftslagsdauða mannkyns á næstu árum og vildu fyrir alla muni að fólk hrykki ekki upp af í sínu meðfædda kyni. Vertu lík af öðru kyni, er slagorðið sem sameinar trans og hamfaratrú.
Málaflokkarnir loftslag og trans eru þó ekki dauðir úr öllum æðum. Enn leynist líf í hjárænunni. Í gær var sagt frá sjö félagasamtökum sem krefjast fangelsisdóma yfir þá sem kaupa ekki vókið og leyfa sér að andmæla. Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp, UNICEF og Samtökin 78 eru öll á ríkisspena. Undir yfirskini mannúðar boða samtökin bábiljur um að hægt sé að fæðast í röngum líkama. Vei þeim sem taka ekki gilda og góða fáviskuna.
Á kjördegi er rétt að hafa í huga að hatrömmustu andstæðingar frjálsrar orðræðu eru vinstrimenn og flokkar þeirra. Tryggjum tjáningarfrelsið og kjósum til hægri.
One Comment on “Tvö vók-mál steindauð – kjósum rétt”
„Helstu álitamál kosninganna varða heilbrigði, skatta, útlendinga, samgöngur og húsnæði“
Þarna vantar tvö stærstu málin sem tengast öllum þessum málum nema kannski útlendingamálunum sem eru gjaldmiðilinn og bankakefið?
Síðan haustið 2008 hefur ekkert verið gert til að laga meinsendina sem er að ganga frá íslensku samfélagi sem eru þessi örgjaldmiðill og mjaltarbankakerfið, hlutirnir hafa bara versnað frá 2008!
Íslendingurinn er fáviti og á sér enga hliðstæðu í öðrum samfélögum.
Þessa afstöðu kosningar voru í rauninni um ekki neitt, ný andlit sem mæta í sömu fötunum og forverarnir á næsta þing
Sveiattann!!!