Bjarni gefur ekki kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins

frettinInnlent1 Comment

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fv. forsætis og fjármálaráðherra, ætlar að hætta á þingi og hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þessu greinir hann frá á facebook síðu sinni fyrir skömmu.

„Það hafa verið forréttindi og heiður að leiða flokkinn frá árinu 2009. Ég skil sáttur við mín verk, þakklátur fyrir stuðninginn og stoltur af mínum störfum sem þingmaður í tæplega 22 ár.

Undanfarna daga hef ég átt með mínum nánustu til að líta yfir farinn veg, ræða og hugsa um framtíðina. Ég finn að þetta er rétti tíminn til að breyta til. Það er ekkert launungarmál að ég mun njóta þess að hafa meiri tíma í framtíðinni með fjölskyldunni, sem hefur farið stækkandi, og til að sinna öðrum hugðarefnum.

Í ljósi þessara aðstæðna hef ég ákveðið að taka ekki sæti á því þingi sem hefst síðar í mánuðinum. Næstu vikur ætla ég að taka mér frí en hyggst svo taka mín síðustu skref á pólitíska sviðinu og kveðja vini mína í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum sem framundan er, þar sem blásið verður til sóknar fyrir þjóðlífið allt.

Hér er ekki ætlunin að gera upp við allan þennan tíma, það geri ég e.t.v. síðar, en ég vil nota tækifærið og þakka öllu samferðarfólki mínu í fjölbreyttum hlutverkum, flokksfólki, þingmönnum úr ólíkum flokkum, ráðherrum, sveitarstjórnarfólki, starfsfólki á Alþingi og í stjórnarráðinu, embættismönnum og síðast en ekki síst þér, hinum almenna kjósanda, þakka ég öll samskiptin – saman höfum við unnið að því að gera gott samfélag enn betra,“ segir Bjarni.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér neðar:

One Comment on “Bjarni gefur ekki kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins”

  1. Af mörgum slæmum er ljótt að þurfa að viðurkenna að Bjarni er skárri kostur enn hitt ruslið sem er að reyna að komast til valda í Sjálfstæðisflokknum!

    NATO-Pokarottan Þórdíst eða öfga-umhverfis-súrefnisþjófurinn Gunnlaugur eru ekki á vetur setjandi!

Skildu eftir skilaboð