Danskir þingmenn segja að engin réttindi fylgi lögum um kynrænt sjálfræði

ritstjornHelga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Danskir þingmenn segja að engin réttindi fylgi lögum um kynrænt sjálfræði

Greinarhöfundur hlustaði á danska þingmenn ræða breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði. Nokkrir þingmenn lögðu fram breytingartillögu við núverandi lög. Vildu skerpa á réttindaleysinu.

Menn eru ekki á einu máli um hvort lögin eigi að vera eða fara.

Engin réttindi

Það sem eftir stendur er, það fylgja því engin réttindi að breyta lagalegu kyni sínu eða eins og sagt er í Danmörku, skipta um kennitölu. Stjórnarandstæðingar komu með nokkur dæmi og stjórnarliðar voru mjög ánægðir með að dómstólar tóku á málunum, þar sem karlmenn vildu inn í einkarými kvenna. Þeir voru sáttir við niðurstöðuna að karlmönnum sé haldið frá. 

Hæstiréttur tók af allan vafa, engir karlar í kvennafangelsi og stjórnarliðar mjög sáttir. Vildu samt ekki setja það í lög heldur láta dómstóla taka á því hverju sinni. 

Flutningsmenn tillögunnar spurðu hvort í alvöru ætti að eyða tíma dómstóla og fjármagni ríkisins til að fjalla um mál sem þessi. Það fannst stjórnarliðum í lagi, frekar en að skerpa lögin eða afnema.

Sundlaugar og baðklefar

Sveitarfélögin hafna að karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, noti baðklefa kvenna, stjórnarliðar mjög sáttir. Þeir fögnuðu að menn séu vakandi yfir því og hvetja til áframhaldandi starfs á sömu nótum.

Stjórnarliðar sem styðja lögin um kynrænt sjálfræði benda á að lögin hafi verið sett til að gleðja fáeina einstaklinga sem líður illa í eigin skinni. Þeim finnst líka að stjórnendur sundlauga og íþróttavalla eigi að grípa inn í og banna karlmenn í einkarýmum. Síðan verði sá sem telur á sér brotið sækja rétt sinn fyrir dómstólum.

Tveir karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, hafa kvartað til jafnréttisnefndar, fengu ekki meðbyr. Ekkert ólöglegt við að fólki sem skilgreinir sig trans sé vísað í sérúrræði þegar þeir afklæðast til að fara í sund.

Allir sem tóku til máls á danska þinginu höfnuðu því að þeir sem skilgreina sig annað kyn en þeir fæddust eigi rétt á að fara inn í einkarýmin og stunda íþróttir. Þar gildir konur og karlar.

Ekki tilbúnir að breyta lögunum

Stjórnarliðar segja, að trans- fólk hafi engin réttindi umfram það að hafa fengið nýja kennitölu. Hins vegar bentu stjórnarandstæðingar á að allir geta sótt um breytingu kennitölunni án þess að skilgreina sig trans. Það ber að skoða.

Stjórnarandstæðingar bentu á að þeir sem fara fyrir athvörfum fyrir konur sem hafa mátt þola ofbeldi í nánum samböndum hafa óskað eftir skýrari reglum. Flestar opinberar stofnanir hafa lent í vandræðum vegna laganna bentu flutningsmenn tillögunnar. Stjórnarliðar ræddu það ekki eða svöruðu.

Ráðherrann orðafár

Magnus Heunicke jafnréttisráðherra gat ekki svarað af hverju réttarkerfið ætti að nota mannafla og peninga til að svara óþarfa spurningum þegar kynrænt sjálfræði gefur ekki aðgang að kvennaíþróttum, kvennafangelsum, búningsklefa eða kröfu á að nota sérstök fornöfn.

Niðurstaða umræðunnar var; eini réttur sem myndast við lögin um kynrænt sjálfræði er að breyta má merkingunni vegabréfinu, EKKERT annað. 

Menn vona að trans-aðgerðasinnar hafi horft og skilið hvað var sagt á hinu háa Alþingi Dana.

Málinu var vísað til Jafnréttisnefndar þingsins til áframhaldandi umræðu.

Skildu eftir skilaboð