Ekki hægt að nálgast athuganir eða spár á vedur.is.

frettinVeður1 Comment

Er óveðrið gengið yfir, hætt við, hefur það færst til eða hefur því seinkað? Veðurstofan svarar því ekki.  Veðurathuganir eru á vef Vegagerðar, þar virka stöðvar sem Vegagerðin á (en ekki stöðvar Veðurstofu).  Veðurspár eru svo á belgingur.is og blika.is.  Þessir aðilar fá líklega þakkarskeyti frá Veðurstofunni innan skamms.  Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa engar skyldur í  málinu, en það hefur Veðurstofan. Belgingur og Blika fá … Read More

„Fljúgandi diskur“ sást á lofti í Tyrklandi

frettinErlent, Náttúrufyrirbæri, Veður2 Comments

Óvenju falleg vindskafið ský sást á lofti yfir Tyrklandi fyrir skömmu. Ský af þessu tagi verða til í strekkingsvindi sem blæs yfir fjöll og bylgjast á leiðinni yfir fjöllin. Þau minna á fljúgandi diska og sjást oft á Íslandi, t.d. í norðan- eða austanátt í Reykjavík, en sunnanátt fyrir norðan. Skýið sem sást í Tyrklandi er óvenju formfagurt, enda aðstæður … Read More

Kaldasti janúarmánuður á þessari öld

frettinLoftslagsmál, VeðurLeave a Comment

Trausti Jóns­son­ veður­fræðings segir í bloggfærslu að janúar sem var að líða sé kald­asti janú­ar­mánuður ald­ar­inn­ar á landsvísu. Síðast var kald­ara í janú­ar 1995. „Kuldanum var nokkuð mis­skipt eft­ir lands­svæðum,“ segir Trausti, „en janúar var sá kald­asti á öld­inni  á Suður­landi, við Faxa­flóa, Breiðafjörð, á Strönd­um og Norður­landi vestra, en raðast nærri meðal­mánuði á Aust­ur­landi að Glett­ingi þar sem hann … Read More