INNGANGUR

Það er ekki ætlun mín í þessum pistli að stunda trúboð. En svo féllust mér hendur í gær við að hlusta á ummæli aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar í Reykjavík að ég held að ég verði að styðja mig við Guðs orð í þessum pistli. Vona ég að ekki-kristnir fyrirgefi mér það enda er það eitt megin inntak Kristni að einstaklingurinn hafi frjálst val. Guð er „sjentilmaður“ treður engu upp á fólk, virðir skoðanir þess og elskar alla menn.

Þannig að ég ætla að byrja að vitna í einn helsta spámann Gamla Testamentisins:
„Ekkert vopn, sem smíðað verður gegn þér skal reynast sigursælt og sérhverja tungu, sem mælir gegn þér, skaltu kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og sá réttur sem þeir fá frá mér, segir Drottin.“ Jes. 54:17.

Það er akkúrat þetta sem ég vil gera hér, nota þennan rétt minn, að kveða niður tungu sem virðist mæla gegn 10-15% þjóðarinnar.

Ég vil taka sterkt fram að hér er ég ekki að ráðast að persónu þess sem lét hafa eftir sér téð ummæli. Heldur beini augum að hver sé staða lögreglunnar í landinu þegar slík ummæli eru viðhöfð.

HVAÐ SAGÐI LÖGREGLAN?

Í fréttatíma RÚV í gær var rætt við aðstoðaryfirlögregluþjón lögreglunnar íloggimannReykjavík um framfylgd sóttvarnarreglna, sem er varla fréttnæmt. Eftirfarandi orð lögregluþjónsins undir lok viðtalsins, aðspurður um hvað væri það erfiðasta sem lögreglan stæði frammi fyrir þessa dagana,  eru umhugsunarverð(sjá myndskeið hér…):

„Ja það er bara hérna að horfa upp á fólk að vera að þessum mótmælum svona þar sem að megnið þjóðarinnar er hlynnt þessu, en það er svona einn og einn sem telur sig ekki þurfa, hefur aðrar skoðanir og við þurfum náttúrlega að taka þá úr umferð og passa upp á almannafrið“

Og fréttmaður RÚV svarar: „EINMITT“.

Ég vona og vil trúa að þessi sjálfsagt ágæti lögreglumaður hafi meint eittvhað annað en margir skildu, og kanski mismælt sig. Held að þetta sé hinn vænsti maður. Gefum honum séns með það, ekki síst í ljósi þess að höfundur ber mikið traust og virðingu til lögreglunnar almennt. Ég er í engri stöðu til að dæma hann, sjálfur bersyndugur og geri mín mistök.

En aftur að ummælunum sjálfum. Er hér verið að vísa til 10-15% þjóðarinnar sem nú er títt nefndur skammaryrðinu „óbólusettir“?
Fólk sem hefur tekið upplýsta sjálfstæða ákvörðun að afþakka svo nefndar bólusetninger við Covid19, en gerir skílausa kröfu um aðgang að lyfinu Ævermektín og hefur þungar áhyggjur af afleiðingum svo nefndra bólusetninga.

FJÖLMIÐILL ALLRA LANDSMANNA?

Athygli vekur viðbrögð fréttakonu RÚV sem greinilega fellur ummæliruv-logolögregluþjónsins í geð og hnykkir á þeim með svarinu „EINMITT“.

Er RÚV sammála því að aðrar skoðanir en þeirra eigin séu þjóðfélagslega hættulegar og því skuli talsmenn þeirra úr umferð?

Er RÚV miðill allra landsmanna?

RÚV hefur allavega passað mjög vel að skoðanir þessa „hættulega hóps“ nái ekki framgöngu í umræðunni þar á bæ.

KÁRI LÍKA

Forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar og áhrifavaldur í íslensku þjóðfélagi kom fram í hádegis-útvarpi RÚV 19 júlí, og fann sama hópi fólks allt til foráttu og nefndi að það þyrfti að koma óbólusettum fyrir einhversstaðar á ótilgreindum stað. Sjá frekar blogg mitt frá 20 júlí hér…

MISBEITING VALDS

Það er ekki orðin tóm sem hér valda áhyggjum, heldur líka gerðirnar.

Elísabet Guðmunddóttir læknir „með aðrar skoðanir“ hefur verið ofsótt sem sennilega náði hámarki vitleysunnar, þegar hún var stöðvuð af lögreglu grunuð um að taka of hægt af stað á grænu ljósi.
Sjá hér…

Annar læknir, Karl Snæbjörnsson með „ekki réttar skoðanir“ virðist lagður í einelti af Lyfjastofnun fyrir það eitt að spyrja stofnunina réttmætra en óþægilegra spurninga og fjalla um lyfið Ivermectin. Skipti stofnunin sér af fésbókarfærslum læknisins og krafðist að þær væru fjarlægðar.
Seinna gekk stofnunin svo langt að kæra hann að tilhæfulausu með fáránlegum sakargiftum, sem andsvar við viðleitni læknisins að fá skýr svör frá stofnuninni.
Sjá hér…

TIL UMHUGSUNAR

Vonandi mun lögreglan í Reykjavík taka af skarið og útskýra ummælin.
Ég treysti henni til þess.

En almenn um þessa þróun vaknar spurningar:

Þegar Berlínarmúrinn féll 1989, fór frelsið austur, eða kom einræðið, forsjárhyggjan og skoðanakúgunin vestur?

Hvert er skoðanafrelsi og tjáningarfrelsið að fara?
Réttindi sem kostaði svita og blóð forfeðra okkar í árhundruð að ná.

Hvert er kærleikurinn til allra manna að fara?

Er kerfið að verja sjálft sig, í stað þess að verja þegnana?

Er það svo að yfirvöld hér heima og heimsvísu séu að misnota þennan faraldur og hræðslu fólks til þess að komast í drottnunar-stöðu yfir þegnunum fremur en að þjónusta þegnanna eins og þeim er ætlað?

LOKOARÐ

Ég byrjaði þennan pistil með tilvitnun í Gamla Testamentið, Jesaja spámann sem var uppi á 8 öld f.Kr.
Hann boðaði að styrkja skyldi andlegar undirstöður þjóðfélagsins.
Höfum við ekkert lært í  nær 3000 ár?

Ég vona að ekki-kristnir fyrirgefi mér aftur að vitna í ritninguna og nú í Mannsoninn sjálfan, Jesú Krist:
„Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu.
En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll.“
Mark. 10:42-43

Á þessum orðum höfum við byggt lýðræð og skoðanafrelsi.
 Er lýðræðið og skoðanafrelsi á förum, samfara auknu guðleysi?