Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þá vottorð við heimför til Íslands.
Nýjar leiðbeiningar Samgöngustofu skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn.
Eins og áður þurfa Flugfélögin að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf.
Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf.
Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri.
One Comment on “Flugfélögin ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um heimför”
Hvenær ætla sóttvarnaryfirvöld að horfast í augu við að PCR próf eru vita gagnlaus í að greina covit.
Það er margsannað úti í heimi, þessi próf voru hönnuð til að greina, hvaða veirusýkingu sem er, svo við
erum þá líka að tala um venjulegt kvef eða flensu. Enda hefur flensan „horfið“, meðan þetta covitfár hefur
gengið yfir. Allt er sett undir covit, hvaða veirusýking sem er og þess vegna er ekkert að marka neitt af
þeim tölum um smitaða og eða veika. Þetta fólk getur alveg eins verið með kvef eða flensu.
Síðan hvenær höfum við lokað fólk inni og sett í einangrun vegna flensu???