Írsk flugfreyja situr föst í Dubai og á yfir höfði sér fangelsi eftir að hafa drukkið áfengi og reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem ættaður er frá Suður-Afríku.
Tori Towey, er 28 ára gömul frá Boyle í Roscommon-sýslu og starfar hjá flugfélaginu Emirates Airlines í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sagði að ráðist hafi verið á hana á heimili sínu af eiginmanni sínum og hefur nú verið bannað að yfirgefa ríkið.
Hún sagðist hafa reynt að svipta sig lífi eftir árásina, sem skildi hana eftir með slæma áverka.
Eftir að hafa verið færð á lögreglustöð á unga konan nú yfir höfði sér ákæru fyrir áfengisneyslu og sjálfsvígstilraun af dómstóli í Dubai.
Hún sagðist ekki geta farið úr landi þar sem vegabréfið hennar var gert upptækt, sem þýðir að hún getur ekki ferðast aftur heim til Írlands fyrr en að dómur hefur verið kveðinn.
Þegar Towey talaði í gegnum frelsishópinn Detained in Dubai (DiD), sem reynir aðstoða fjölskylduna, sagði Towey: „Ég veit ekki hvað mun gerast fyrir dómstólum í næstu viku, ég er örvæntingarfull að fara heim til Írlands og setja allt þetta í fortíðina. Ég bið Taoiseach að hjálpa okkur.
DiD hefur sagt að Towey gæti átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm í ríkinu sem er þekkt fyrir „mannréttindabrot og pyntingar“.
Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur sagt að hann muni beita sér fyrir því að grípa inn í hið sorglega mál. Mary Lou McDonald forseti Sinn Fein flutti mál flugfreyjunnar á írska þinginu síðdegis í gær.
Utanríkisráðuneytið sagði við írska Daily Mail að það væri meðvitað um málið og væri að reyna koma á málamiðlunum.
Daily mail greinir frá.