Orð, hugsun, gervigreind og tapað fé

frettinGervigreind, Páll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Gervigreind skilur orð, en ekki hugsun. Ótaldir milljarðar dollara skilja á milli. Þeir sem veðjuðu á að gervigreind skilaði ofsagróða verða fyrir vonbrigðum, segirTelegraph. Vísindagyðjan Sabína Hossenfelder tekur í sama streng.

Smá ves í gervilandi. Fyrirheit um að gervigreind kæmi í stað manna á ótal sviðum efnahagslífsins fá ekki fullnustu. Gervigreind er dýr í framleiðslu og svo kemur á daginn að drjúgt kostar að halda henni við. Hugsun er síkvik og lifandi en forritin dauður bókstafur, skrifaður í runu með núll og einum.

Nýmælið keppir því verr við mennskuna sem launataxtinn er lægri. Gervill sem svarar síma eða tölvupósti getur ekki enn keppt við mennskan starfskraft. Það þarf ekki Einstein til að svara í síma, útskýra verð á vöru og þjónustu og leiðbeina með uppsetningu og smávandamál. Með tilsögn gæti jafnvel kjósandi Samfylkingar innt starfið af hendi. Ódýrt, sem sagt.

Orð eru eitt en hugsun annað. Merkilegt að fluggáfaða fólkið sem seldi okkur vonarland gervigreindara áttaði sig ekki á þessu. Kannski ekki að undra. Menning sem trúir að karl breytist í konu með hugdettu og náttúrlegt lofslag sé manngert er trúandi til að halda hugsun núll og einn. Gervi og ekta er ekki sami hluturinn.

One Comment on “Orð, hugsun, gervigreind og tapað fé”

Skildu eftir skilaboð