Góða fólkið og vanlíðan þess – að engjast vegna trúartákns

frettinInnlendar4 Comments

Kári skrifar:

Hugleiðingar um yfirgang og andlega velferð - Sálarheill trúlausra:

Krossinn

Fjandsemi gegn kirkju og kristni er áberandi í íslensku samfélagi. Hún er hluti af „fjölmenningunni“. Á Alþingi Íslendinga eru jafnvel stjórnmálaflokkar sem helst hafa það að markmiði að fjandskapast út í allt sem kirkjunni viðkemur. Sjálfsagt telur þetta fólk sem þannig lætur sig miklu betra fólk en t.d. Jesú Krist. Slíkir yfirburðir sjást þó ekki í þingstörfunum. Nýjasta spekin kemur frá Kirkjugörðum Reykjavík- ur. Þar er rætt um nafnabreytingar og afhelgun. Jafnvel er rætt um að afnema sjálft trúartáknið, krossinn, og breyta nafninu kirkjugarður í einhverja afbökun til þess að geðjast fólki með ákveðna sérvisku, á kostnað fjöldans auðvitað.

Hvar má finna krossa?

Það má lengi leita ef ætlunin er að afmá sjálfan krossinn. Þegar flís- ar eru lagðar t.d. á veggi og gólf baðherbergja eru notaðir plastkrossar til þess að mynda fúgu á milli flísanna. Þess getur ekki verið langt að bíða að krossar sem þessir verði bannaðir enda má túlka þá sem kristi- legan áróður sem „góða fólkið“ þolir illa. Þegar plötur (gólf) eru undirbúnar fyrir steypu er yfirleitt í þeim járnabinding. Steypustyrktarstálið myndar möskva, ferkantaða möskva. Þar eru faldir „krossar“ sem túlka má sem „áróður“ . Þess vegna verður að banna allar hefðbundnar járna- bindingar og í stað ferkantaðra möskva verða að koma t.d. hringir. Nú þegar eru þúsundir húsa með helgitáknið, krossinn í steypunni, sem getur haft slæm áhrif á einhvern minnihluta fólks. Eða hversu marga krossa má ekki finna gólfplötum (og loftaplötum) húsa? Þarf ekki jafnvel að brjóta húsin niður vegna þessa? Getur sá sem ekki trúir á Krist búið við það að hafa falin helgitákn í gólfinu?

Falið ofbeldi er víðar

Gangstéttarhellur eru oft ferkantaðar og því myndast kross þegar hellurnar raðast saman. Því verður að breyta og rífa upp allar gangstéttarhellur á Ísland sem eru ferkantaðar og skipta þeim út fyrir t.d. hringlaga hellur. Þar sem gatnamót eru, t.d. á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, verður að byggja mislæg gatnamót enda með öllu ólíðandi að ókristnir þurfi að horfa daglega á krossinn sem göturnar mynda þar sem þær skerast. Flugbrautir sem mynda kross verður enn fremur að banna. Mikið liggur við; sálarheill þeirra sem ekki þola krossa er í húfi. Óvíst er að þeir bíði þess nokkurn tíman bætur þurfi þeir að þola nálægð krossa. Í háloftunum má iðuleg sjá þoturákir sem skerast, þær mynda kross. Það vandamál verður „góða fólkið“ á Íslandi að taka upp við alþjóðaflugmálastofunina. Það er ólíðandi að ókristnir séu beittir slíku ofbeldi og órétti að þurfa að sjá slíka krossa í háloftunum. Enn er ótalið hnitakerfið [Cartesian hnitakerfi] sem margir þekkja í stærðfræði. Þar leynast margir krossar. Það má túlka sem kristileg- an áróður og gæti farið illa í marga. Sérstök hætta liggur þar sem lína sker y-ásinn. Annað hvort þarf að banna hnitakerfið alveg eða setja í lög að hallatala línu megi aldrei vera núll, enda liggi hún þá samhliða x-ásnum og myndi kross. Það er ólíðandi áróður gagnvart æsku landsins. Sjálft plústáknið (+) er móðgandi fyrir ákveðna þjóðfélagshópa og þess vegna verður að banna táknið með öllu. Þá eru enn ótaldar allar krossgátur sem eru í eðli sínu andstæðar gildum „góða fólksins “.

Að breyta þjóðfélagi til að þjóna sérvisku

Sérviska sumra hópa er orðin sjálfstætt vandamál á Íslandi. Ef einhver hópur segir sig beittan ofbeldi og óréttlæti er strax rokið til og hlaupið eftir því. Íslenskt „samfélag“ hefur á undanförnum árum fengið yfir sig vænan skerf að margskonar sérvisku fólks sem sjálft flokkar sig sem minnihluta. Nú er svo komið að það sem áður mátti kalla samfélag er óðum að leysast upp í vitleysisgangi og firrum. Vitleysisgangurinn á að vera til sannindamerkis um vaxandi „umburðarlyndi“ á Íslandi. Það er t.a.m. ekki talið hæfa lengur að gefa Nýja Testamentið í skólum en þar má hins vegar boða annars konar fræðslu í staðinn. Margt af því á þó ekkert erindi til æsku landsins. Það sýnir að mörgu fer aftur á Íslandi, því miður.

Grafreitur góða fólksins

Margir hljóta að undrast að „góða fólkið“ á Íslandi skuli kjósa að hvíla í kirkjugörðum með hinum sem eru ekki eins og góðir að mati góða fólksins sjálfs. Því virðist oft líða mjög illa í návist kristinna trúartákna eins og krossins. Þess vegna væri eðlilegt að það sjálft komi sér upp eigin grafreitum sem það getur þá að vild kallað hvaða nafni sem það vill. Þannig sýni það góðmennsku sína í verki en láti aðra í friði sem ekki fylgja sömu „hugmyndafræði“. Það er alveg sjálfsagt að „góða fólkið“ hafi sína eigin sérvisku en þá verður líka að gera þá kröfu að fólkið haldi henni útaf fyrir sig.

Vísur

[Þolir ekki guðlega nærveru] Yfir því er aldrei bjart,
oft það myndar skarð.
Góða fólkið getur vart, gengið um kirkjugarð.

[Trúin á tómið] Kirkju ekki kennum vér, kenning nýrri hentar þér. Nafnabreyting nægir oss, niður fari helgur kross.

[Góða fólkið] Kirkjugarða köllum reit, kóða á steini þar ég leit. Góða fólkið getur nú, gefið skít í von og trú.

Aðsend grein.

4 Comments on “Góða fólkið og vanlíðan þess – að engjast vegna trúartákns”

  1. Það er augljóst að í heiminum ríkir andlegt stríð (algjörlega óháð efnislegri veröld frumefnanna). Þó svo að manndjöflarnir styrkist í myrkrinu, hata Krossinn og Frelsarann, mun Ljósið sigra.

  2. Síðan 2014 hef ég haft Jesús svo miklu nær mér hreint út sagt. Lífið verður betra og betra þegar maður opnar huga og hjarta sitt fyrir honum. Hann er minn hirðir. Amen.

  3. Góða fólkið (fólk með andfélagslega persónuleikaröskun) hefur litið niður til trúartákna í gegnum tíðina vegna tengingar þeirra við trúfrelsi. Þetta þýðir ekki að allir sem eru með andfélagslega persónuleikaröskun séu fjandsamlegir trú. Sumri þeirra notfæra sér trúna og táknmyndir hennar til að kúga aðra. Gott fólk leyfir öðrum að nota trúartáknin sín í friði. Góða fólkið virðist vera andstæða þess, er stöðugt að tala um sjálft sig eins og að þau séu góðar og vandaðar manneskjur og neitar að hleypa þeim að sem eru öðruvísi.

  4. Hér á að standa ´sumir þeirra´. Beðist er velvirðingar á þessu.

Skildu eftir skilaboð