Einblíndu á eitt prósent – gleymdu þrjátíu prósentum

frettinInnlendarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Ný lágvöruverðsverslun var opnuð á Íslandi og er að slá í gegn og hafa áhrif á samkeppnina á matvörumarkaði. Gott mál.

Það er enginn svimandi gróði í því að reka matvöruverslun. Hagnaðarhlutfallið er lágt miðað við marga aðra starfsemi. En það er ástæða fyrir því. Neytendur þurfa að kaupa matvöru á hverjum degi, eða fyrir hvern dag, og eltast við tilboð og lægsta verðið og það hefur áhrif. Neytendur eru virkir frá degi til dags.

En kannski gleymist stundum heildarmyndin.

Hvað er að baki verðmiðanum á vörunni?

Álagningin, vissulega - það rekur enginn fyrirtæki á tapi til lengri tíma.

Innkaupsverðið skiptir máli.

Svo eru lagðir á miklir skattar á ýmsa matvöru.

En síðan eru það tollarnir. Þeir hækka ýmsa matvöru um tugi prósenta í verði.

Neytendur eru að leita að prósenti hér og prósenti þar þegar þeir eltast við bestu kjörin og kenna svo skorti á samkeppni um hátt vöruverð en gleyma tugum prósenta sem ríkisvaldið býr til af verði yfir því sem það gæti annars verið.

Ég veit ekki alveg hvernig á að breyta þessu hugarfari til að fleiri sjái raunverulega uppsprettu vöruverðsins: Hið opinbera sem framleiðir skatta, tolla og verðbólgu frekar en kaupmanninn sem fær frekar lítið hlutfallslega út úr rekstri sínum.

Kannski er engin leið að breyta því hugarfari, og gott og vel, neytendur sem um leið eru skattgreiðendur þurfa bara að borga fyrir hagfræðilega blindu sína.

En það má vona.

Skildu eftir skilaboð