Tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir gefur út nýtt albúm: „The Matrix“: Valdabarátta í tónlistarheiminum

frettinInnlendarLeave a Comment

Í dag þann 23. ágúst kemur út á 30 miðlum um heim allan albúmið the Matrix með samnefndu titillagi, sungið og samið af tónlistarkonunni Elínu Halldórsdóttur.

Þetta er sjötta albúm Elínar og inniheldur átta ný lög með andlegum boðskap, sem samin voru og hljóðsett í Reykjavík frá apríl til ágúst 2024.

Hver og einn þarf að horfa inn á við

Lagið the Matrix fjallar um óskina um að geta komist út úr sýndarveruleikanum og lifað í hreinni uppsprettu.  Það er í raun hluti af þriggja laga flokki eða Quantum Powers 1 og Quantum Powers 2, að gera sér grein fyrir þeirri tíðni hækkun sem á sér stað á jörðinni, með auknum ljóseindum, mikilli og óvenjulegri virkni segulsviðs jarðar og straumlínu þess, sem einnig valda miklum óróleika í jarðlögum og jarðskorpu.   En það er einmitt þessi tíðni sem veldur því að hver og einn þarf að horfa inn á við og sjá sjálfan sig sem skapara sinnar tilveru og læra að nýta og virkja sinn sköpunarkraft, sinn tilgang og sitt fullkomna ætlunarverk.

Lögin átta fjalla um himnana, þessa duldu skammtahæfileika (quantum Powers) sem eru að fara að virkjast hjá manninum og þá staðreynd að hver og einn getur átt erfitt með að treysta jarðneskum yfirvöldum á þessum tíma en verður að tengjast sinni andlegu uppsprettu, sál sinni, Guði og sköpunarmættinum til að skapa sér og heildinni betri veröld.

Lagið psychic LJ fjallar um miðilinn heimsþekkta Louise Jones frá Newcastle upon Tyne í Northumberland, sem Elín sem sjálf er mjög andleg manneskja og heilari og spámiðill í hjáverkum, hafði þau forréttindi  að kynnast á árinu.    Louise Jones er vel þekkt í heimi andlegra meistara og er með rásir á twitch, YouTube og fleiri miðlum með hundruð þúsunda áskrifenda víðs vegar um heim.  Hún kallar sjálfa sig "stelpuna sem talar við vegginn" og er þekkt fyrir að vera sannspá og vera með kærleiksríka vernd.

Albúm tekið niður

Elín varð nýlega fyrir því óskemmtilega atviki að síðasta albúm hennar the Multiverse var tekið niður á miðlunum 30. En hún hélt tónleika með sömu yfirskrift í Hörpunni þann 6. apríl síðastliðinn við góðan róm gesta.

Elín segist nýlega hafa komist að því að niðurrifið tengist valdabaráttu í tónlistarheiminum hér heima og erlendis, þar sem tónlist hennar er að ná sífellt meira streymi og í húfi eru völd og peningar ef vinsældum er náð.   „Þar kom einnig við sögu kynja og stríðspólitik og vinstri öfga öfl, sem viðhafa svokallaðan "cancel culture" eða slaufunarmenningu. Þar er heimildum, skoðunum, listsköpun og jafnvel fólki slaufað sem passar ekki inn í ríkjandi hugsunarhátt og stefnu,“ segir tónlistarkonan.

Elín átti fundi við nokkrar tónlistarveitur út af málinu þar sem við sögu komu íslenskir og erlendir þekktir tónlistarmenn, innrætingarpólitik í skólakerfinu auk skautunar í stríðsæsingafylkingum „póluninn þú þarft að vera á þessum eða hinum pólnum“ segir Elín.

Í mörgum laga sinna yrkir Elín um frið og að allir á jörðinni séu ein heild, við þurfum að vernda jörðina, vötnin og náttúruna.  Hún vill ekki  gefa meira upp um málið sem er í vinnslu hjá veitunum.   Það eru einhver öfl þarna úti, sem ekki vilja að hennar andlegi kærleiks boðskapur hljómi um víðan völl.  Við lifum á tímum ritskoðunar og hugstýrandi menningar og miðla.   Elín telur sig verndaða og er ekki hrædd við þessi öfl enda er það sköpunarkrafturinn sem lifir.

Elín starfar sem kennari, heilari og tónlistarkona í Reykjavík. Hér má skoða heimasíðu Elínar.

Og viðtal við Elínu á alþjóðlegu útvarpstöðinni GlacerFM má lesa hér.

Hægt er að ná í Elínu í síma 8441287

Albúmið Sýnarveruleikinn eða The Matrix í heild sinni:

Skildu eftir skilaboð