Þegar fjölmiðlar sannreyna

frettinFjölmiðlar, Geir Ágústsson1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Margir fjölmiðlar, a.m.k. þeir stærri, halda úti svokölluðum staðreyndaathugunum (fact check). Með notkun þeirra tókst þeim að ritskoða viðvaranir gegn hættulegum sprautum og aðgerðum gegn veiru, ásaka lækna og prófessora um að ljúga eða afvegaleiða og fylkja okkur enn þann dag í dag að baki utanríkisstefnu herskárra bandarískra yfirvalda í sérhverju máli.

Núna er verið að nota slíkar athuganir til að tryggja kjör Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.

Það er gert með því að mála allt sem Harris segir sem satt en í versta falli misvísandi, en allt sem Trump segir sem haugalygi, samsæriskenningar og uppspurna.

Tökum nýlegt dæmi.

Hérna er BBC að fara yfir útvaldar setningar úr munni Harris í nýlegri ræðu. Þar ásakar hún meðal annars Trump um að vilja takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Hann hefur aldrei sagt neitt slíkt og þverneitað fyrir þessa ásökun og BBC viðurkennir það. Og hvað kalla þeir þá fullyrðingu Harris? Jú, misvísandi (misleading)! Ekki lygi heldur misvísandi fullyrðingu.

Af hverju? Af því eitthvað fólk í kringum Trump hefur stutt skýrslu einhverra samtaka sem BBC vísar í Trump segja að hann kannist ekkert við.

Af hverju mátti ekki bara segja að hér hafi Harris logið blákalt? Sem hún gerði? Jú, því það gæti skaðað framboð hennar. Allt sem hún segir er satt eða í versata falli misvísandi. Þetta er eflaust ákveðið áður en svokölluð athugun á sannleiksgildi útvalinna setninga er sett í gang.

Blaðamenn geta verið duglegir og tengt saman allskyns setningar og fólk með veikum böndum og búið þannig til þá ásýnd að einhver hafi sagt eitthvað sem hann sagði alls ekki. Til þess er leikurinn gerður. Til þess eru þessar svokölluðu staðreyndaathuganir. Þær gera sannleika úr lygum, samsæriskenningar úr staðreyndum og lygara að boðberum sannleikans.

Er til of mikils mælst að biðja um heiðarleika? Já.

Er þorandi að treysta fjölmiðlum til að segja fréttir frekar en boða áróður? Nei.

Eigum við að láta fjölmiðla ákveða hverjir eru góðir og hverjir eru vondir? Nei.

Þarf eitthvað að sannreyna það frekar? Nei.

One Comment on “Þegar fjölmiðlar sannreyna”

  1. Geir, þú þarft nú ekki að fara út fyrir landssteinana til að finna svona blaðamennsku?
    rúllaðu bara yfir fréttafluttninginn á íslensku sorpmiðlunum þá sérðu meiri áróður enn byrt er á BBC

    hér er gott dæmi um íslenska áróðurs fréttastýringu
    https://www.visir.is/g/20242611757d/rannsaka-bandariska-alitsgjafa-russneskrar-sjonvarpsstodvar

    Það er ekki eitt satt orð hjá honum Kjartani ofurblaðamanni á Vísi í þessari frétt og geri aðrir betur!

Skildu eftir skilaboð