Fellibylurinn Milton skellur á Flórída í kvöld: búist er við miklum hamförum og fólk hvatt til að flýja heimili sín

frettinInnlendarLeave a Comment

Fellibylurinn Milton styrktist aftur í kröftugan 5. flokks storm í gærkvöld þegar hann lagðist yfir Mexíkóflóa á leið til vesturstrandar Flórída. Fjöldarýmingar stífluðu þjóðvegum þar sem fólk bjó sig undir mögulega sögulegan storm sem búist er við að hefjist í kvöld kl. 18 að staðartíma. Tampa Bay-svæðið, er enn að jafna sig eftir áhrif fellibylsins Helene fyrir tæpum tveimur vikum.

„Sveiflur í styrkleika eru líklegar á meðan Milton fer yfir austurhluta Mexíkóflóa, en búist er við að Milton verði stórhættulegur fellibylur þegar hann nær vestur-miðströnd Flórída aðfaranótt miðvikudags,“ segir National Hurricane Center.

CBS News veðurfræðingurinn Nikki Nolan sagði að nýjasta spáin sýni Milton ganga yfir Sarasota, einhvern tíma á miðvikudagskvöld og mun standa yfir fram á fimmtudag.

„Tíminn fer að renna út mjög fljótt,“ sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þegar hann hvatti fólk til þess að flýja undan fellibylnum í morgun. Ekki væri hægt að ná í fólk sem héldi kyrru fyrir. Á fjórða tug neyðarskýla hafa verið opnuð fyrir fólk á flótta.

Veðurstofan í Tampa-flóa lýsti Milton sem „sögulegum stormi yfir vesturströnd Flórída“ sem gæti reynst versti stormur sem hefur gengið yfir flóann í meira en 100 ár.

Uppfært:

Hægt er að horfa á beina útsendingu af óveðrinu úr vefmyndavélum hér neðar:




Skildu eftir skilaboð