Inngangur
Minn ágæti flokkur Miðflokkurinn beið afhroð í alþingiskosningum samanborið við hvað í stefndi fyrir slit síðustu ríkisstjórnar.
Þá var meðvindur mikill, flokkurinn daðraði við 20% í skoðanakönnunum og var kominn í 34% á Austurlandi. Það var búð að vinna mikið hreinsunar og uppbyggingarstarf. Þar fóru fremstir í flokki þingmennirnir tveir en einnig kom til barátta M-listans í Múlaþingi sem vakti athygli á landsvísu og má segja að sú barátta hafi sett hið nýja sameinaða sveitarfélag Múlaþing á Íslandskortið. Sterk staða og vinna flokksins í sveitastjórn Grindavíkur og á Akureyri byggði líka flokkinn upp. Ekki eru allir sáttir við framgöngu undirritaðs í sveitarstjórn Múlaþings þar sem ég óhræddur vitna í ritningar Biblíunnar og Jesú Krist sjálfan úr ræðustól sem annars staðar.
En hvað sem mönnum finnst þá blessaði Guð M-Listann í Múlaþingi fyrir það eitt að kannast við Krist.
„Því að augu Drottins skima um alla jörðina til þess að geta komið þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann“ (II Kron. 16:9)
Ég benti á innan-flokks í aðdraganda kosninga að blessun Guðs stæði Miðflokknum til boða. Því miður talaði ég fyrir daufum eyrum. Kannski ekki furða að blessuninni hafi verið hafnað, því lengi hafa stjórnmál í Evrópu hafnað Jesú Kristi fremur en að taka við guðlegri blessun. Og hvar stendur Evrópa í dag?
Kosningabaráttann
Síðan hófst uppstilling í kjördæmunum og hver vegleysan af annarri kom fram. Formaðurinn hélt áfram að leiða í NA kjördæmi, þó löngu væri tímabært að hann tæki slaginn í sínu heimakjördæmi sunnan heiða og fyndi öflugan kandidat í staðinn til að leiða NA kjördæmi. Sjálfum var mér hafnað sæti á listanum, þó ég gæfi kost á mér í neðri sætin, enda ekki á leið á Þing. Listinn í NA hafði aðra ágalla sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér.
Ekki bætti úr skák þegar „gömlu jálkarnir“ fóru að bitrast í efstu sætum M-listans í öðrum kjördæmum, í stað þess að taka inn nýtt blóð sem var ákall frá kjósendum. Greiningarleysi uppstillingarnefnda.
Samfara þessu kom hvert fylgishrunið af öðru uns hinn endanlegi dómur kjósenda kom upp úr kjörkössunum. 11,9% á landsvísu og aðeins 15,7% í NA kjördæmi formannsins. Betra en í síðustu kosningum, en samt vonbrigði í ljósi áður sterkrar stöðu.
Já Guðs blessun var farinn og flokkurinn barðist þess í stað á mannlegum forsendum og náði ílla til kjósenda. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu margra nýrra frambjóðenda, þá var framganga okkar ágæta formannsins í slakari kantinum. Hann féll of oft í þá gryfju að gagnrýna fráfarandi stjórnvöld fremur en að halda málefnum Miðflokksins á lofti. Kjósendur voru ekki í leit að leðjuslag, allir orðnir hundleiði á því.
„Drottinn þekkir veg réttlátra en vegur óguðlegra endar í vegleysu“ (Sálm 1:6)
Lærdómurinn
Vonandi láta menn sér þetta að kenningu verða, bogni í auðmýkt og nýti tímann framundan til að byggja upp betra innra starf og opni fyrir þeim eina sem getur fært þessum flokki stóra sigra, Guði almáttugum sjálfum. Slíkt reyndist afar vel í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunm þar sem guðsmennirnir tveir Donald J. Trump og Robert F. Kennedy fóru með stórsigur.
Mér þykir enn vænt um flokkinn minn og þá ekki síst formanninn, því hann er málefnalega réttsýnn, og hefur stórt hjarta. Minni ég hann á að Guð lýtur fyrst og fremst til hjartans.
En ég græt yfir greiningar- og guðleysi flokksins. Ég hef sjálfur lært að reiðast ekki við höfnun, heldur umbera ófullkomleika mannlegs samfélags, stíga upp yfir aðstæður og koma niður í kærleika og bæn.
Málverkið sem fylgir „Hestur frelsisins“, guðlegt tákn er líka merki flokksins. Í því er líka von.
Lokaorð
Ef til vill verð ég rekinn úr flokknum fyrir þessi skrif. Mér gæti ekki verið meira sama, enda skiptir álit manna mig engu en álit Guðs skiptir mig öllu. Ég mun áfram halda að berjast fyrir Múlaþing, biðja þess Guðs blessunar fyrir hvern sveitarstjórnarfund og vonand fá allir að sjá ljós og framgang í því sveitarfélagi, sem svo lengi hefur verið beðið eftir.
„Sigur í stríði ræðst ekki af liðstyrk heldur mætti frá himni“ (I Makk. 3:19)
Guð blessi Miðflokkinn, land og þjóð. Áfram Ísland.
Höfundur: Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi M-lista í Múlaþingi
2 Comments on “Flokkurinn sem hafnaði blessun Guðs”
Rosa fyndinn Þröstur, Guð blessar þá vondu og þá góðu þeir geta ekkert því neitað.
Kadıköy su kaçağı tespiti Beylikdüzü’ndeki evimizdeki su kaçağını bulmaları çok zordu, ama çok başarılı oldular. https://www.myidsocial.com/1670674343844667_1815