Vegna sterkra viðbragða við ákvörðun okkar hjá Fréttinni að hætta að minnsta kosti tímabundið fréttaflutningi, höfum við ákveðið að gera okkar síðustu tilraun til að safna 300 áskrifenda-áheitum.
300 áskrifendur er það sem þarf til til að rekstur miðils eins og Fréttarinnar sé raunhæfur. Aðeins þarf þennan fjölda af uþb. 40.000 föstum lesendum Fréttarinnar.
Ef þú vilt taka þátt í endurreisa Fréttina þá vinsamlegast skráðu þig sem áskrifandi (sjá nánar hér að neðan).
Áskrifendur verða ekki gjaldfærðir fyrir áskrift nema að það takist að safna að minnsta kosti 300 áskrifenda-áheitum. Ef það tekst verður áskriftin ókeypis fyrsta mánuðinn eftir að Fréttin hefur starfsemi aftur.
Kæri lesandi það er því undir þér komið hvort Fréttin hefur starfsemi á ný. Ef þú telur Fréttina mikilvæga á íslenskum fjölmiðlamarkaði, þá hvetjum við þig að skrá þig fyrir áskrift með einni af eftirfarandi aðferðum, hverri sem hentar þér best.
- Skrá þig sem áskrifanda hér... (einnig hægt að velja um valkvæða upphæð)
- Senda okkur skilaboð hér... Skráðu "Nafn" og "Netfang". Settu "Efni" sem "Áskrift 300" og kennitölu í "Skilaboð".
- Með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] með titli "Áskrift 300" og eftirfarandi upplýsingum.
a) Fullt nafn
b) Kennitala
c) Heimili (þarf ekki)
Með fyrir fram þökkum frá okkur á Fréttinni.