Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar

frettinInnlendarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Múslímskir knattspyrnumenn í enska boltanum komast upp með að afþakka trans-dygðaflöggun með vísun í trúarsannfæringu. Kristnir knattspyrnumenn í sömu deild eiga yfir höfði sér agaviðurlög ef þeir sýna ekki trans virðingu. Trans sett skör hærra en kristni en samt þrepi neðar en íslam.

Telegraph fjallar um Marc Guehi fyrirliða Crystal Palaace sem skrifaði Jesú á trans armband sem honum var gert að bera. Guehi fékk ákúrur. Fyrirliði Ipswich, Sam Morsy, er múslímatrúar. Hann neitaði alfarið að skrýðast transinu af trúarástæðum. Morsy var ekki átalinn. Í viðtengdri frétt er annar múslími tilgreindur sem hafnaði trans af trúarástæðum. Leikmennirnir í smáliðinu í Manchesterborg studdu íslamistann í hópnum framar hinseginvókinu.

Múslímatrú er verðugri en bæði kristni og trans. Í landi Engla og Saxa.

Niðurstaðan er rökrétt afleiðing af vók-hugmyndafræðinni sem tröllríður vestrænni menningu á þessari öld. Eftir sigur íslam á vesturlöndum verður hvorki kristni né trans. Sjálfshatur tortímir.

Noussair Mazraoui hafnar trans-hugmyndafræðinni og vísar til trúarsannfæringar.

Skildu eftir skilaboð