Nýr viðtalsþáttur í umsjón Alfons Hannessonar hefur hafið göngu sína hér á Fréttinni. Þátturinn ber nafnið „Góðar fréttir,“ en Alfons þykir of mikið af neikvæðum fréttum í umræðunni og vill því stíla þáttinn á góðar og jákvæðar fréttir.
Fyrsti viðmælandi er Kristinn Ásgrímsson forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.
Í þessum þætti er rætt um að í Pakistan hafa margar Kristnar fjölskyldur verið hnepptar í þrælahald hjá verksmiðjum sem framleiða hleðslusteina. Eina leiðin til að frelsa þau úr þessu þrælahaldi er að kaupa þau frjáls. Kristinn og söfnuður hans hafa hjálpað þessum fjölskyldum úr ánauð með því að borga þau út og skipta fjölskyldurnar nú tugum talsins.
Þá ræða þeir um lífshlaup Kristins, og hvernig hann komst til lifandi trúar á Frelsarann Jesú Krists árið 1977, hvenær hann tók við sem forstöðumaður og margt fleira.
Alfons er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Giftist Kanadískri konu fyrir 42 árum síðan. Bjó á Íslandi fyrstu 7 árin en flutti síðan til Kanada fyrir 35 árum.
Hann hefur verið með vikulega þætti á sjónvarpsstöðinni Omega í 11 ár, sem ber heitið TrúarLíf
Þáttinn má hlýða á hér neðar: