Tveir af hverjum þremur kjósendum í Kanada vilja losna við Trudeau

frettinErlentLeave a Comment

Ný skoðanakönnun frá Ipsos sýnir að 68% kanadískra kjósenda vilja að Justin Trudeau forsætisráðherra víki.

„Þetta er eins slæmt og við höfum séð það fyrir Trudeau. Það er nálægt botninum,“ sagði Darrell Bricker, forstjóri Ipsos.

Trudeau hefur verið kallaður leikbrúða Klaus Schwab, og hefur hann ekki farið leynt með aðdáun sína á Schwab og World Economic Forum(WEF) og stundað alræðistilburði í Kanada, eins og hann gerði t.d. á tímum Covid. Schwab hefur sagt opinberlega að Trudeau sé stoltur meðlimur WEF.

Justin Trudeau hefur getið sér gott orð með því að innleiða öfgafull neyðarlög á tímum covid og sýndi hann af sér einræðistilburði meðan á því stóð. Hann hefur háð stríð á trukkabílstjórum og bændum og er ákafur stuðningsmaður stríðsins gegn Rússlandi í Úkraínu.

Þrátt fyrir hörmulegar tölur í skoðanakönnunum, fullyrðir innri kjarni Frjálslynda flokksins að Trudeau „verðskuldi endurkjör“.

Chrystia Freeland, aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra, sem er þekkt fyrir herskáa stefnu sína í garð Rússlands, var einnig spurð um minnkandi fylgi í skoðanakönnunum.

„Þetta er virkilega, virkilega krefjandi tími í heiminum, í alþjóðlegu hagkerfi,“ sagði Freeland við fréttamenn á þriðjudag. „Við erum rétta fólkið núna sem hefur það hlutverk að hjálpa til við að stýra landinu okkar í gegnum þetta.“

Skildu eftir skilaboð