Fjölmenn og hörð mótmæli í Frakklandi vegna niðurstöðu lýðræðislegra kosninga

JonErlentLeave a Comment

Mótmælunum var fyrst og fremst beint að einstaklingum og fyrirtækjum sem höfðu flaggað franska þjóðfánanum eftir kosningarnar en þar sem múgurinn fann slíka fána voru rúður brotnar og eignir skemmdar en einnig skutu mótmælendur flugeldum að íbúðum sem flögguðu fánanum.

Samkvæmt The Telegraph voru mótmælendur að mótmæla því sem þau kölluðu upprisu öfga hægri afla í Frakklandi en mótmælendur kveiktu einnig í bílum og mótorhjolum á götum úti.

Þegar byrjað var að kveikja elda á götum úti og bera eld að mannvirkjum skarst lögreglan í leikinn og þurfti meðal annars að beita táragasi á mótmælendur.

Mótmælendur hafa hótað enn harðari aðgerðum ef niðurstaða seinni umferðar kosninganna verða svipaðar en seinni umferðin fer fram þann 7. júlí.

Hægt er að horfa á stutt myndbönd frá mótmælunum fyrir neðan:

Skildu eftir skilaboð