Hægristefnan

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Hægristefnan, hvað er það?

Er það stuðningur við að það sé ekki lengur hægt að skilgreina hvað sé kona?

Er það stuðningur við að ungmenni, sem mega ekki fá sér húðflúr og yfirdrátt, gifta sig og kaupa bjór, séu send í sjálfsmorðshugleiðingar af því þau fá ekki að sneiða af sér kynfærin af því það er búið að telja þeim í trú um að þau séu í röngum líkama?

Er það stuðningur við strengjabrúðustríð Bandaríkjanna við Rússland og fleiri ríki?

Er það stuðningur við að borgaralegt frelsi sé tekið úr sambandi til að berjast við kvefpest? Og þrýsta fólki í lyfjagjöf til að það geti kallað sig heilbrigt?

Er það stuðningur við orkuskort?

Er það stuðningur við tugmilljarða útgjöld til að halda uppi útlendingum og jafnvel að bjóða þeim betra velferðarkerfi en innfæddum?

Er það stuðningur við að hið opinbera blóðmjólki fyrirtæki í sinni eigu um arðgreiðslur til að borga af yfirdrættinum á meðan viðskiptavinir sömu fyrirtækja, sárþjáðir skattgreiðendur, sjá stighækkandi reikninga og jafnvel skerðingu á þjónustu á sama tíma?

Er það stuðningur við stjórnlausa útþenslu opinberrar stjórnsýslu?

Er það stuðningur við yfirgengilega íþyngjandi regluverk, sem er kallað evrópskt og innflutt en er í raun íslenskt og heimatilbúið?

Naflaskoðun Sjálfstæðismanna er bundin við útlendingamálin að því er virðist, sem Samfylkingin hefur svo snyrtilega stolið af þeim.

Það þarf meira til.

Það þarf að gera Sigmund Davíð Gunnlaugsson að forsætisráðherra Íslands á ný til að takast á við skrímslin sem aðrir leggja ekki í, rétt eins og hann gerði eftir að hafa tekið við brunarústum þaraseinustu vinstristjórnar (sú sem nú situr er önnur slík).

Eða sér það einhver öðruvísi? Af hverju?

Skildu eftir skilaboð