Sífellt færri Evrópubúar vilja senda vopn til Úkraínu

frettinErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Evrópubúar eru sífellt neikvæðari í garð stríðsins í Úkraínu og vopnakaupa. Þetta sýnir stór evrópsk skoðanakönnun sem gerð var á vegum Evrópuráðsins um utanríkistengsl. Þetta er stofnun sem er fylgjandi NATO og Bandaríkjunum.

Við höfum tekið út nokkrar af spurningunum og svörunum, en þú getur séð þau öll hér: Úkraínsk og evrópsk viðhorf til stríðs Rússlands gegn Úkraínu.

Áhugavert þykir að í ESB löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi finnst meirihlutanum slæm hugmynd að fjármagna stríðið í Úkraínu og senda þangað vopn.

Stjórnmálamenn um alla Evrópu hafa haldið því fram að Rússar muni ráðast á önnur Evrópulönd. Þetta er eitthvað sem er tönnlast á í meginstraumsmiðlum. Menn vill vekja upp ótta við stríð. Það hefur þó ekki haft mikil áhrif á almenning eins og sjá má í könnuninni:

Aðeins í Eistlandi og Úkraínu er einhver sérstök trú á að Úkraína vinni stríðið. Flestir Evrópubúar trúa á friðarsamkomulag og málamiðlun eða að Rússland vinni stríðið:

Í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu, eru umtalsvert fleiri sem vilja þrýsta á friðarsamkomulag en stigmögnun stríðsins:

Í öllum Evrópulöndum er mikil andstaða við að senda hermenn til að berjast í Úkraínu. Í Frakklandi hefur Macron 13% stuðning en 69% eru á móti því. Þýskaland: 9% á móti 81%. og Ítalía: 7% á móti 80%:

Aðeins í Póllandi er meirihluti fyrir þátttöku í stríðinu, á meðan Ítalía er áberandi hernaðarandstæðingur. Aðeins 9% vilja aukið fjármagn til hernaðar en heil 63% eru á móti því.

Þrátt fyrir einhliða og hysterískan fjölmiðlaáróður hefur fólk í Evrópu ekki látið stríðshysteríuna hafa áhrif á sig. Evrópumenn vilja samningalausn og frið.

Norðurlöndin standa því enn og aftur í stríði sem NATO hefur þegar tapað.

Skildu eftir skilaboð