Tucker Carlson tekur viðtal við Zelensky

frettinErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Tucker Carlson tilkynnti í gær á X að hann hafi tryggt sér viðtal við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Beðið er í eftirvæntingu eftir viðtalinu, því Tucker hefur verið hávær gagnrýnandi spilltrar ríkisstjórnar Zelensky í mörg ár.

Hann hefur einnig gagnrýnt endalausa aðstoð Biden-stjórnarinnar við stríðshrjáðu þjóðina.

Í tilkynningunni segir Tucker frá því að hann og teymi hans hafi reynt í tvö ár að ná viðtali við Zelensky, og menn spyrja sig hvort viðtal hans við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í febrúar, hafi breytt afstöðu Úkraínuforseta til að mæta í viðtalið.

Miðað við andúð milli mannanna tveggja bjóst enginn við að Zelensky myndi mæta í viðtalið, hinn síðarnefndi gagnrýndi Tucker fyrir að taka viðtal við Pútín, hins vegar var almenningur ánægður með viðtalið og margir þökkuðu Tucker fyrir að stunda raunverulega blaðamennsku og þora að taka af skarið.

Búast má við því að Tucker muni spyrja forsetann áleitnar spurningar um spillingu ríkisstjórnarinnar, árás hans á lýðræði, trúfrelsi og fyrir að neita friðarsamkomulagi í stríði hans við Rússland.

Þetta eru spurningar sem meginstraumsfjölmiðlar hafa aldrei þorað að spyrja hann að.

One Comment on “Tucker Carlson tekur viðtal við Zelensky”

  1. Ég hef nú heyrt tvennar sögur af því hvort þetta viðtal muni fara fram, ég er nokkuð viss um að yfirboðarar hans fyrir vestan álinn muni nú ekki vera hrifnir af því að Tucker Carlson nái að tala við hann.

Skildu eftir skilaboð