Fjöldi meintra erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum fer úr 52 upp í 100 á tveimur árum

JonInnlentLeave a Comment

Í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur til Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknarfólksins, um fjölda kynferðisbrota þar sem hún óskaði þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda.

Fjöldi erlendra karlmanna sem voru meintir gerendur í slíkum málum fór úr 52 árið 2020 í 86 árið 2021 og í 100 árið 2022. Konum hins vegar fækkaði en fjöldi erlendra kvenna sem voru meintir gerendur var sex árið 2020 en fór niður í tvær árið 2022.

Fjöldi slíkra mála var í heildina 520 árið 2020 en fer upp í 622 árið 2022 og því fjölgaði meintum erlendum gerendum um 48 meðan kynferðisbrotamálum sem komu til rannsóknar fjölgaði um 102.

Hægt er að lesa svarið og fyrirspurnina í heild sinni hér.

Skildu eftir skilaboð